Kirkjuritið - 01.10.1943, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.10.1943, Qupperneq 39
Kirkjuritið Fréttir. 301 þær, sem fram þyrfti að koma nú í samþandi við skipun launa- málanefndar þeirrar, er nú situr. En erindi séra Lárusar var einkum um búskaparskilyrði prestanna og húsakost, eins og hann væri og þyrfti að vera. Að umræðum loknum samþykkti fundurinn eftirfarandi: „Fundur presta í Hólastipti, haldinn að Hólum 16. ág. 1943, iýsir yfir eindregnu fylgi sínu við tillögur þær í launamálum prestastéttarinnar, sem framkomnar eru frá biskupinum yfir íslandi og stjórn Prestafélags íslands“. 2. Áhrif útvarpsins á helgihald. Framsöguerindi flutti séra Ingólfur Þorvaldsson. Engin ályktun var gerð. 3. Minningar. Erindi það flutti Guðbrandur próf. Björnsson. 4. Gildi helgidómanna. Það erindi flutti séra Halld. Kolbeins. 5. Félagsmál. Vígslubiskup Friðrik J. Rafnar talaði um fram- tíðarstarf félagsins og breytingar þær, sem þyrfti að gera á starfs- tilhögun þess. Var ákveðið, að væntanlegri stjórn Prestafélags Hólastiptis yrði falið að eiga viðræður og samstarf við stjórn Guðbrandsdeildar um framtíðarmál og samstarf beggja þessara norðlenzku prestafélaga. Stjórn Prestafélags Hólastiptis hins forna skipa framvegis til tveggja ára: Formaður vígslubiskup Friðrik J. Rafnar (sjálf- kjörinn) og kosnir meðstjórnendur prófastarnir Friðrik A. Frið- riksson og Guðbrandur Björnsson. Fundinum lauk með samverustund í Hóladómkirkju, þar sem guðrækisathöfn fór fram, er héraðsprófasturinn séra Guðbr. Björnsson stjórnaði. Að henni lokinni sleit vígslubiskup fundinum með nokkrum ávarps- og árnaðarorðum til fundarmanna. Sömu- leiðis ávarpaði biskup fundarmenn og bað þeim blessunar. Friðrik J. Eafnar. Friðrik A. Friðriksson Hinn almenni kirkjufundur var haldinn í Reykjavík dagana 10.—12. október. Skýrsla um hann verður birt í Kirkjuritinu síðar. Fundur presta og leikmanna var lialdinn að Akureyri 11.—13. sept. Aðalmál lians var: Kristi- leg menning og lýðfrelsi. Aðalfundur Prestafélags Suðurlands var haldinn í veitingahúsinu að Geysi 29.—30. ágúst. Aðatmál fundarins var: Lestur Biblíunnar. í sambandi við fundinn voru fluttar messur í 9 kirkjum prófastsdæmisins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.