Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 27
Kirkjuritið
Prestastefnan 1943.
289
fræðistúdentar fengið handhægt og gott skýringarrit yfir Amos
á sínu eigin máli. Geta vil ég einnig um ljóðabók „Að morgni''
eftir Einar M. Jónsson cand. phil., sem er ort af innilegri trú-
artilfinningu.
Kirkjuritið liefir komið út, sem áður, ennfremur blaðið Bjarmi.
Loks hóf Ivirkjublaðið göngu sína, sem kunnugt er. Ég orðlengi
liér ekki um útgáfu þess. Hefi ég ritað öllum sóknarprestum og
sóknarnefndum um útgáfu blaðsins og veit ég, að oss er það
öllum jafn ljóst, að framtíð þess er undir þvi komin, að vér
stöndum allir sem einn maður að blaðinu. Þá er framtíð þess
trygg, þá nær það tilgangi sínum, að verða málefni kristindóms-
ins til styrktar i landi voru og kirkjunni sterkt tæki til þess að
koma áhugamálum sinum.í framkvæmd. Ég viðurkenni, að hér
er í mikið ráðizt, en það er gjört í öruggu trausti til stéttarinnar
og í þeirri sannfæringu, að á vorum dögum geti kirkjan ekki,
ef vel á að fara, verið án slíks blaðs, sem hér um ræðir. Sóknar-
nefndir landsins og prestar ættu hér að eiga ljúft sameiginlegt
verkefni og vissulega ætli blaðið að geta orðið til þess að vekja
lif i söfnuðunum og styðja starf livers einstaks prests.
Hinn 30. nóv. flutti Gunnar skáld Gunnarsson Haralds Níels-
sonar fyrirlestur í Háskólanum við mikla aðsókn. Tel ég þennan
fyrirlestur mjög eftirtektarverðan og merkan. Er þar drengi-
lega og djarflega tekið í streng með þeim mönnum, sem lífsskoð-
un kristindómsins boða. Fyrirlesturinn hefir verið gefinn út og
teldi ég rétt, að vér ættum þátt í þvi að vekja athygli jjjóðarinn-
ar á honum.
Á allraheilagramessn 1. nóv. síðastliðið ár voru minningar-
guðsþjónustur haldnar um Guðbrand biskup Þorláksson viðs-
vegar um landið, i tilefni af 400 ára afmæli hans. Sérstök minn-
ingarhátíð var haldin á Hólum, er hófst i Hóladómkirkju. Út-
varpserindi var flutt um hann minningardaginn.
Ýmsir af nuverandi og fyrv. starfsmönnum kirkjunnar áttu
merkisafmæli á synódusárinu.
75 ára varð séra Friðrik Friðriksson. Var þess, sem kunnugt er,
minnzt með hátíðarsamkomu í K. F. U. K. 25. maí s.l.
Séra Sigtryggur Guðlangsson præp. hon. á Núpi í Dýrafirði
átti 80 ára afmæli 27. sept. f. á., sem hátíðlega var minnzt á
Núpi. Flutti séra Sigtryggur prédikun í Núpskirkju þann dag,
sem liefir verið gefin út.
Séra Eiríkur Þ. Stefánsson, að Torfastöðum, átti 65 ára afmæli
30. mai þ. á.
Séra Jóhann Briem á Melstð átti 60 ára afmæli 3. des. f. á.