Kirkjuritið - 01.10.1943, Síða 24
286
Prestastefnan 1943.
Október
maður Prestfélags íslands átt tal við kirkjumálaráðherrann um
þessar verðlagsuppbætur og ritað lionum bréf, þar sem við ósk-
uðum þess„ að hann hlutaðizt til um það, við rikisstjórnina i
heild, að hún samþykkti að greiða sóknarprestunum þessar
uppbætur. Stéttin hefir aldrei spennt bogann hátt um launa-
kröfur, og hygg ég, að hún niundi sæmilega vio una, ef hæstvirt
ríkisstjórn gæti orðið við þessum sanngirniskröfum, sem bornar
hafa verið fram fyrir hönd prestastéttarinnar í áðurnefndu bréfi.
Á síðastliðnu sumri fór fram kosning i kirkjuráð, og voru
kosnir af prestum og kennurum guðfræðideildar Háskólans
Prófessor Ásmundur Guðmundsson óg séra Þorsteinn Briem
prófastur. fin af héraðsfundum: Gísli Sveinsson sýslumaður
og Matthías Þórðarson þjóðminjavörður. Biskup er, sem kunn-
ugt er, sjálfkjörinn forseti kirkjuráðs. Hið nýkjörna kirkjuráð
liélt þrjá fundi á árinu. Hafði það einkum til meðferðar að sjá
um þýðingu og samningu kennslubóka i kristnum fræðum. At-
luigaði kirkjuráðið i því sambandi handrit séra Sigurjóns Guð-
jónssonar i Saurbæ að biblíusögum og handrit séra Sveins
Víkings að kennslubók í Kristnum fræðum. Ennfremur athugaði
kirkjuráðið frumvarp, er biskup hafði samið um sóknargjöld.
Samþykkti kirkjuráðið frumvarp þetta, er síðan var sent til
kirkjumálaráðherra. Ennfremur var rætt um kirkjulega útvarps
starfsemi, um kirkjulegt vikublað og Kirkjuritið og samþykkt
fjárveiting til þeirra úr prestakallasjóði.
Þess skal getið, að að þessu sinni verður framlag til presta-
kallasjóðs úr Prestlaunasjóði allmikið, þar sem lögin um
prestakallasjóðinn komu síðastliðið ár til fullra framkvæmda
og óvenjumörg prestaköil hafa verið óveitt, sem kunnugt er.
Verður því hægt um vik varðandi frjálst kirkjulegt starf á veg-
um kirkjuráðs, og væntanlega verður unnt að leggja fyrir nokk-
urt fé af tekjum sjóðsins til hinna mörgu verkefna, sem fram-
tiðin ber i skauti sér.
Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar hefir starfað af miklum áhuga
og dugnaði. Kemur það betur og betur i Ijós, hve brýn þörf er
á starfi hans. Er það einróma álit allra þeirra presta og safn-
aða, er hann hefir starfað hjá, að þeir telja söngstarf hans hafa
vekjandi áhrif á kirkjulífið og verða til þess að auka kirkju-
sóknina og áhuga manna á málefnum kirkjunnar.
Á synódusárinu liðna starfaði söngmálastjóri í sjö eftirtöld-
um prófastsdæmum: Snæfellsnes-, Skagafjarðar-, Iíjalarnes-,