Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 32
294
Kaj Munk:
Október
árnir, sem unnu Jóhannesi, réðu honum til varúðar, og
þeir voru ekki einir um það. Hold og blóð sjálfs hans
höfðu einnig varað hann við: Heródes er þessa stund-
ina voldugur maður. Hann stendur enn á hátindinum.
Bíddu þangað til lýðhylli lians þver, eða liann lileypur
á sig og Rómverjar gerast honum óvinveittir. Sannleik-
urinn má við geymslu, hann helclur áfram að vera sann-
leikur fyrir því. A rétta andartakinu getur þú stigið
fram í allri spámannstign þinni og velt hlassinu, er það
tekur að riða til falls.
En Jóhannes var ekki aðeins maður gæddur holdi og'
blóði. 1 honum bjó jafnframt andi, andi Guðs. Þess-
vegna trúði hann ekki minnstu vitund á þá uppgötvun,
að sannleikurinn sé sama sem snjallyrði.
Dagurinn rann uþjp, er hann fann, að nú var stundin
komin. Nú er sannleikurinn kominn til mín og krefst
fararbeina. Visasl hefir hjarta hans slegið hart og títt
bak við liærða bringuna og tungan loðað við góminn.
En inni i hjartanu, sem barðist, liefir búið djúpur frið-
ur: Nú lala ég eins og ég á að tala, nú vinn ég köllun-
arverk mitt. Nú starfa ég eins og manni sæmir. —- Já,
í hjarta hans, sem ófriðurinn lukti um alla vega, bjó
djúpur friður. Hánn veitti tungu lians þrótt til að losna
við góminn og mæla orðin fáu, sem nægðu til: „Þú mátt
ekki eiga hana“.
„Friður sé með þér“ er kveðja kirkjunnar. í sálmabók-
inni syngjum við um Guðs frið, sem er æðri en engla-
vörður, og á hverjum sunnudegi lyftum við ])restar liönd-
um yfir altarinu út yfir söfnuðinn (allt til áherzlu, svo
sem auðið er): Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig
og gefi þér frið. Það er ofboðsleg villa að ætla, að þessi
„friður“ sé sama sem: Far vel, lif heill, sof í ró, góða
líðan, og Guð sjái fyrir því, að þú eigir alltaf skóhlífar
í snjókrap. Nei, Guðs friður merkir það, að jafnvægi er