Kirkjuritið - 01.10.1943, Qupperneq 6
268
Prestastefnan 1943.
Október
sunnudagaskólanefndar. — Ennfremur voru rædd launa-
mál presta, fundarsköp prestastefnunnar o. fl. Allmargar
tillögur voru samþykktar, og er þeirra getið á öðrum stað
í blaðinu.
I lok prestastefnunnar ávarpaði biskup prestana, þakk-
aði ágætt samstarf og árnaði þeim og kirkjunni allra
heilla. Lauk síðan prestastefnunni með bæn í kapellu Há-
skólans, en í lok bænar biskups báðu prestar sameigin-
lega faðir vor og sungu sálminn Faðir andanna.
Um kvöldið voru prestarnir í boði á heimili biskups-
bjónanna.
Sveinn Víkingur.
Ávarp biskups.
Synodusprestar!
Kæru vinir og samverkamenn!
Mér er það ánægja að bjóða yður velkomna til þess-
arar prestastefnu — til þessara samfunda um beilög
málefni Krists og kristninnar í landi voru.
Þér komið frá margbáttuðu starfi í söfnuðum yðar,
starfi, sem vissulega revnir á kraftana, sé það vel rækt
og drengilega. Ferðalögin um víðáttumikil prestaköll eru
erfið á Islandi, einkum að vetrarlagi og oftsinnis hafa
íslenzkir prestar lagt mikið í sölurnar á slíkum ferðum,
er þeir fóru til þess að rækja skyldur, sem lífsstarfið
og lífsköllun þeirra lagði þeim á lierðar. Raun ber vitni
um að þar var stundum miklu fórnað. Þér komið til
þess að safna nýjum kröftum til framtíðarstarfs, ræða og
ráða fram úr vandamálum líðandi stundar, sem vegna
óvenjulegra og örlagaríkra tíma eru erfiðari en áður.
Ennþá geisar styrjöld í öllum lieimi og áhrif hennar
ná vissulega til vor, þótt mannfórnir liafi ekki orðið hér