Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 11

Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 11
Kirkjuritið Prestastefnan 1943. 273 máli farinn, höfðinglegur i framgöngu, skemmtilegur í samræð- um og hnittinn í svörum. Hann var mjög vinsæll meðal sókna- barna sinna, enda merkisprestur hinn mesti. Séra Gísii átti einlæga vini í hópi prestastéttarinnar, hæði meðal hinna eldri og yngri, sem sárt sakna hans. Hann var kvæntur frú Kristinu ísleifsdóttur, ekkju séra Ólafs heit. Helga- sonar, og lifir hún mann sinn. Islenzk kirkja á honum mikið og gott starf að þakka. Séra Stefán prófastur Björrtsson lézt að heimili sínu á Eski- l'irði 3. sept. f. á. Fæddur var hann að Kolfreyjustað 14. niarz 1876. Voru foreldrar hans Björn bóndi Stefánsson bóndi í Döl- um i Fásk'rúðsfirði og kona hans Margrét Stefánsdóttir, prests á Kolfreyjustað. Hann útskrifaðist út Latinuskólanum i Reykja- vík 30. júní 1900 og af prestaskóianum 19. júní 1903. Veturinn eftir að hann tók embættispróf var hann biskupsskrifari, en um vorið fór hann af landi burt til Vesturheims. Var hann um skeið ritstjóri Lögbergs, eða til ársins 1914. Viðkynningin við séra Jón Bjarnason, liafði, að sögn hans sjálfs, þau áhrif á hann, að hugur hans hneigðist æ meir að prestsstarfinu og kom þar, að liann sótti um Kolfreyjustað, en náði þar ekki kosningu. Fluttist liann eigi að síður til Austfjarða, og var þá kosinn utan- þjóðkirkjuprestur að Búðum í Fáskrúðsfirði og vígðist til prests 3. okt. 1915. Þegar Hólmaprestakall losnaði árið eftir, við andlát séra Árna Jónssonar, sótti hann um brauðið og var kosinn. Flultist liann þangað árið 1916 og þjónaði því prestakalli til dauðadags. Prófastur í Suður-Múlaprófastsdæmi var hann skipaður 7. maí 1929. Séra Stefán var traustur maður og gegn i starfi sinu. Hafði hann fengið mikla reynslu og mörg tækifæri til þess að þjálfa hæfileika sina í skóla lifsins, allt frá þvi að stunda algenga erfiðisvinnu í Vesturheimi um nokkur ár, vera ritstjóri, og upp í prests og prófastsstöðu. í prestlegu starfi hans liygg jeg að starf hans fyrir börnin hafi verið merkasti þátturinn. Var mér kunnugt um, að hann leit svo sjálfur á, enda var honum það starf einkar kært og hugljúft. Kynntist hann sunnudagaskólastarf- inu í Vesturheimi og stofnaði sunnudagaskóla í prestakalli sínu og starfaði í honum ásamt konu sinni af elju og kostgæfni. Ég minnist þess, að hann sagði við mig, að ef nokkursstaðar yrðu áhrif af æfistarfi hans, þá yrði það meðal hinna ungu, sem hann hefði liaft tækifæri til að tala við í sunnudagaskóla sínum. Séra Stefán Jónsson var kvæntur Helgu Jónsdóttur frá Rauðs-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.