Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 38

Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 38
300 K. M.: Prédikun. Október yður með raust sannleikans, ég bið GuS þess, að þér megið reynast öflgir og öryggir þess, að þér hafið breytt rétt. En sé einhverir af yður hikandi og efablandnir, þá hoða ég yður í nafni drottins míns fyrirgefningu á þeirri synd, eins og hann fyrirgaf Jóhannesi. Þér skuluð vita, að dómur hans um yður mun miðast við það, er þér gerðust hugprúðir brjóst fyrir málefni sannleikans, meðan aðrir lugu og enn aðrir þögðu. Og þér skuluð vita, að. þér voruð með að drýgja þá dáð, sem ein megnar að láta heilbrigðan framtíðargróður spretta. Héðan frá kirkjunni skal yður sagt: Drottinn sannleikans hefir látið ásjónu sína lýsa yfir yður. Hann gefi yður sinn frið. Amen. (Á. G. þýddi). Fréttir. Aðalfundur Prestafélags Hólastiptis. Árið 1943, mánudaginn 10. ágúst, liélt Prestafélag Hólastiptis liins forna fund að Hólum í Hjaltadal, en daginn áður, sunnu- daginn 15. ágúst höfðu fundarmenn, ásamt biskupinum yfir ís- landi, tekið þátt í hátíðarsamkomu, er haldin var á Hólastað og efnt var til af Hólanefnd Skagfirðinga til undirbúnings því, að Jóni biskupi Arasyni verði reistur minnisvarði á Hólum ó fjögra alda dánarafmœli hans. Hófst sú samkoma með guðsþjón- ustu i Hólakirkju, þar sem biskup landsins prédikaði, en vígslu- biskup Hólastiptis framkvæmdi altarisþjónuslu og tók viðstadda presta til altaris. Fundur Prestafélagsins liófst kl. 9 árdegis með því, að séra Þorgrímur Sigurðsson á Grenjaðarstað flutti morgunbænir í Hóladómkirkju. Síðan söfnuðust fundarmenn saman í einni af kennslustofum Hólaskóla. Setti séra Friðrik J. Rafnar vigslubisk- up fundinn og hafði forsæti lians, en s-kipaði Friðrik prófast Friðriksson á Húsavík fundarskrifara. 1. Stéttamál. Fluttu þeir inngangserindi vígslubiskup Friðrik J. Rafnar og séra Lárus Arnórsson. Snerist erindi hins fyrnefnda einkum um sögu launamálanna frá 1907 og þær breytingar, sem gerðar hefðu verið á launakjörum presta síðan og um kjarabætur

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.