Kirkjuritið - 01.10.1943, Qupperneq 12
274
Prestastefnan 1943.
Október
eyjum á Breiðafirði og iifir hún mann sinn ásamt einum syni
þeirra Birni Stefánssyni kaupfélagsstjóra á Fáskrúðsfirði.
Enn liafa þrir af sóknarprestum landsins látizt og allir, sem
kunnugt er, með vofeiflegum hætti. Eru það þeir: Séra Sigurð-
ur Zophonias Gislason á Þingeyri. Hann var á ferð á Nýárs-
dag til útkirkju sinnar að Hrauni, þar sem áformað var að
messugjörð færi fram þann dag. En hann kom ekki fram. Vár
hann einn á ferð. Nákvæmlega vita menn ekki hvernig dauða
hans bar að. Það segir fátt af einum. En sennilegt að hann
hafi lirapað, ef til vill fengið aðsvif, í gilskorningum, sem á leið
lians voru, því þar fannst lík hans eftir mikla leit, hulið snjó.
Séra Sigurður fæddist 15. júlí 1900 að Egilsstöðum í Vopna-
firði. Var hann því aðeins 42 árá er hann féll frá. Foreldrar
hans eru Gísli Ilelgason bóndi og kona hans Jónína Benedikts-
dóttir. Hann útskrifaðist úr hinum almenna menntaskóla í Reykja-
vík vorið 1923 og úr guðfræðideild Háskóla íslands 1927. Vígð-
ist hann þegar að loknu enibættisprófi til Stáðarhólsþinga, en
starfaði þar ekki nema skamma’stund. Var honum veitt Sanda-
prestakall í Dýrafirði, samkvæmt kosningu safnaðarins, hinn
1. júni 1929.
Séra Sigurður var kvæntur Guðrúnu Jónsdótur frá Hvammi
i Landssveit og lifir hún mann sinn ásamt 0 börnum þeirra,
flestum í bernsku.
Séra Sigurður verður vinum sínum öllum ógleymanlegur.
Hann var drengur liinn bezti, glaðvær, og tilfinningarikur, og
glampandi gáfaður maður, og ef til vill þessvegna stundum sér-
kennilegur. Hann vildi öllum vel, og það hygg ég, að öllum, sem
kynntust honum, hafi verið hlýtt til hans. Hann var eldheitur
áhugamaður og átti æfinlega einhverja hugsjón, sem hann var
að berjast fyrir. Kappsamur var hann, stundum ef til vill hélzt
til um of. Einlægur trúmaður, barnslega auðmjúkur í trú sinni.
Hann unni kirkjunni heitt og var lienni dýggur sonur. Hann
lét líf sitt í þjónustu fyrir hana. Meira varð ekki af lionum
krafizt. ' 4
Séra Jón Jakobsson á Bildudal var, sem kunnugt er, einn þeirra
er fórust með m/s Þormóði á leið til Reykjavikur ofveðursnótt-
ina miklu milli 17. og 18. febr. þ. á.
Séra Jón var fæddur 10. marz 1903 að Galtafelli i Hruna-
mannahreppi. Foreldrar hans eru þau hjónin Jakob Jónsson og
Guðrún Stefánsdóttir frá Galtafelli. Hann lauk stúdentsprófi vor-
ið 1926 og embættisprófi í guðfræði við guðfræðideild Háskóla