Kirkjuritið - 01.10.1943, Qupperneq 31
Kirkjuritið
Prédikun.
Eftir séra Kaj Munk.
Jóhannes skírari var maður ógætinn. Hann trúði á
sannleikann.
Heródes konungur lifði i hórdómi. Skírarinn fór rak-
leitt til lians og sagði honum að láta af þvi.
Hann hætti með því lífi sínu. Og meira en það. Hann
átti það á liættu að vekja uppreisn og borgarastrið. Það
gat jefnvel hlotizt af, að Rómverjar neyttu færisins til
þess að skipta sér af málunum, og mátti þá búast við
því, að örlög allrar Gvðingaþjóðarinnar yrðu blóði
drifin.
Hvi þagði Jóhannes þá ekki? Það liefði verið langtum
hyggilegra og nærgætnislegra. Já, skyldi það?
Jóhannes var eldheitur trúmaður. Hann trúði því, að
sannleikurinn væri til í því skvni, að menn segðu liann.
Ýmsir gjöra sér það í hugarlund, að sannleikurinn
verði lagður fyrir. Menn geta soðið hann niður, geymt
hann í saltkerinu og síðan gripið til lians og notað eitt-
hvað af honum, þegar vel hentar.
Þeim skjátlast. Sannleikurinn verður ekki lagður
fyrir til geymslu. Hann er ekki til öðruvísi en lifandi.
Og liann á að birta í sömu andránni sem hann birtist.
Sé það ekki gjört, deyr hann og rotnar og verður brátt
til tjóns; því að hættulegastur af öllum lygum er sann-
leikurinn sálaði.
Jóhannes skírari var maður gæddur holdi og blóði.
Hold er efni og laugar í, og blóðið kýs helzt dvöl inni í
líkamanum, þar sem það er orðið hagvant. Lærisvein-