Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 25

Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 25
Kirkjuritið Prestastefnan 1943. 287 Rangárvalla-, Vestur-Skaftafells-, Mýra- og Borgarfjarðarprófasts- dæmum. Stofnaði söngmálastjóri í prófastsdæmum þessum sam- tals 9 kirkjukóra: Ólafsvikurkirkjukór, Hellna-, Hofsóss-, Sauð- árkróks-, Miklabæjar-, Keflavíkur-, Víkur- og Stykkishólms- kirkjukór. Auk þess starfaði hann hjá fjórum kirkjukórum er hann hafði áður stofnað. Borgarness-, Akraness-, Bréiðabólstað- ar- og Hlíðarendakirkjukór. Ennfremur starfaði hann hjá 3 kirkjukórum í Reykjavik, sem stofnaðir voru af honum, vetur- inn 1941—1942. Loks starfaði hann við organista- og barna- kennara söngnámsskeið í Kennaraskólanum i Reykjavík sem námsstjóri og kennari, ásamt Guðmundi Matthíassyni söngkenn- ara maímánuð allan, svo sem liann hafði gert á sama tíma árinu áður. Voru nemendur 13 að tölu. Guðfræðisstúdentum, 13 að tölu, kenndi söngmálastjóri og um þriggja mánaða skeið jafnframt því, sem hann kenndi kirkju- kórunum 3 í Reykjavík. Þá liefir hann og unnið að útvegun sjö organista til kirkna, sem voru organista-lausar. Fóru organistar þessir til Bíldudalskirkju, Ólafsvíkurkirkju, Brimisvallakirkju, Hellnákirkju, Hólskirkju í Bolungarvík, Hofskirkju við Hofsós og Fellskirkju i Skagafjarðarprófastsdæmi. Viðgerðarmaður kirkjuhljóðfæra, er sendur var út, gerði við 15 kirkjuhljóðfæri í Skagafjarðar-, Snæfellsness- og Suður- Múlaprófastsdæmi. Hljómleikar kirkjukóra að tilstuðlan söngmálastjóra voru 8, auk þess söng einn þeirra, Neskirkjukór, í útvarp og sömuleiðis 9 einsöngvarar, er voru meðlimir kirkjukóra og nemendur Sigurð- ar. Eins og sakir standa liggja ca. 50 beiðnir fyrir um að fá að njóta starfs söngmálastjóra. Verður sennilega óhjákvæmilegt að vinna að því, að fleiri söngkennarar fáist til aðstoðar söfnuðunum á þessu sviði, því ef ekki er unnt að hafa sæmilegan söng í kirkjunum verður erfiðara um kirkjusóknina. Enn eru 21 af kirkjum landsins alveg organista- og söngstjóralausar, en von- andi smárætist úr, eftir því sem lengur er starfað fyrir þessi mál. Sálmabókarnefnd starfaði enn sameiginlega hér í Reykjavík s.l. vetur 314 mánuð. Bætti hún þá, áður en fundir hófust, einum manni í nefndina, samkvæmt samþykkt prestastefnunnar. Valdi hún til þess Jón skáld Magnússon. Síðar á prestastefnunni, undir öðrum dagskrár lið mun nánar skýrt frá starfi nefndarinnar og fjölyrði ég því ekki um það að þessu sinni. Prestafélag íslands, er 25 ára um þessar mundir. Hefir afmæl- isfundur þess verið haldinn, og er Ivirkjuritið að þessu sinni helgað minningum úr starfssögu félagsins. Um það verður ekki

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.