Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 5
Kirkjuritið
Prestastefnan 1943.
207
á vegum prestastefnunnar, erindi í dómkirkjunni, er
nefndist: Viðhorfið til kirkjunnar fyrr og nú. Erindinu
var útvarpað.
Daginn eftir hófust fundir að nýju að afstöðnum
morgunbænuni kl. 9 árdegis. Biskup lagði fram skrá um
messur og altarisgöngur. Alls voru taldar guðsþjónustur
á öllu landinu 4050, en altarisgestir 01(57.
Þá var samþykkt úthlutun stvrktarfjár lil fátækra upp-
gjafa presta og prestsekkna. Styrk hlutu 11 prestar og 47
prestsekkjur.
Kl. 11 árdegis flutti Valdimar Björnsson sjóliðsforingi
einkar fróðlegt og snjallt erindi um kirkju og safnaðar-
lif Vestur-Islendinga.
Þenna dag lieimsótti yfirhershöfðingi ameríska setu-
liðsins hér, General Key, prestastefnuna ásamt allmörgum
amerískum prestum. Ávarpaði hann og yfirpresturinn
samkomuna, en hiskup þakkaði þeim þangaðkomuna. Var
síðan gengið til sameiginlegrar kaffidrykkju.
Aðalmálið, sem rætl var þennan dag og svo næsta dag',
var kristindómsfræðslan og kristilegt uppeldi. Voru þar
málshefjendur prestarnir séra Sigurjón Guðjónsson i
Saurhæ og séra Árelíus Níelsson á Eyrarbakka.
Að kvöldi þessa dags flutti prófessor Ásmundur Guð-
mundsson eriiuli í dómkirkjunni, er hann nefndi: Presta-
félagið 25 ára. Erindinu var útvarpað.
Þriðjudaginn 29. júní hófust svo fundir að nýju að af-
stöðnum morgunbænum. -— Séra Guðbrandur Björnsson
prófastur á Hofsós flutti erindi um kirkjuna og útvarpið.
Séra Sigurður Pálsson í Hraungerði talaði um Skálholts-
stað og nauðsyn þess að endurreisa stað og kirkju. Séra
Hálfdan Helgason gaf skýrslu um störf harnaheimilis-
nefndar.
Biskupinn og séra Hermann Hjartarson skýrðu frá
störfum sálmabókarnefndar, en þeim störfum er nú að
mestu lokið og mun bókin koma út í haust.
Séra Sigurbjörn Á. Gíslason gerði grein fyrir störfum