Kirkjuritið - 01.10.1943, Blaðsíða 19
Kirkjuritið
Prestastefnan 1943.
281
Séra Ingólfur Ástmarsson fékk veitingu fyrir Staðarprestakalli
í SteingrímsfirSi í Strandaprófastsdæmi, að undangenginni lög-
mætri kosningu safnaðarins, er fram fór 30. maí þ. á.‘
Séra Þorsteinn Björnsson i Árnesi hefir verið settur til að
þjóna Sandaprestakalli í Dýrafiröi frá 1. júní þ. á. að telja.
Prestaköllum prófastanna tveggja, er létust á liðnu ári, var
þjónað af præp. lion Ólafi Magnússyni Stokkseyrarprestakalli,
en Hólmaprestakalli af séra Haraldi Jónassyni prófasti á Kol-
freyjustað.
í sumar hafa tveir guðfræðistúdentar verið sendir út í óveitt
prestaköll, eins og áður hefir verið venja til. Eru það stúdent-
arnir Jón Árni Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Starfa
þeir í Staðarprestakalli á Reykjanesi og Brjánslækjarprestakalli.
Eins og kunnugt er liefir nokkur skortur verið á prestum
undanfarin ár. Ýmsir þeir, er guðfræðipróf liafa tekið, hafa
enn ekki gerzt prestar og nokkur vanliöld orðið af öðrum á-
stæðum. Fráfall 5 sóknarpresta sl. ár liefir því, sem skiljanlegt er,
verið ærið tilfinnanlegt einnig í þessum skilningi, enda eru sem
stendur allmiklir erfiðleikar á að útvega prestlega þjónustu í
sum af hinum óveittu prestaköllum. Sem dæmi um þessa erfið-
leika má nefna, að sóknarpresturinn í Flatey er settur til að
þjóna, auk síns eigin prestakalls, Brjánslækjarprestakalli og
•Staðarprestakalli á Reykjanesi og er augljóst mál, að þar er um
ofmikið verkefni að ræða fyrir einn mann. Presturinn á Stað í
Steingrímsfirði verður að þjóna fyrst um sinn Árnesprestakalli
sem, sérstaklega að vetrarlagi, má telja nær ókleift. En von er
nú um, að starfsmönnum kirkjunnar fjölgi verulega, áður en
langt um líður. Síðastliðinn vetur munu 25 guðfræðistúdentar
hafa verið innritaðir í guðfræðideild Háskóla vors. Tveir þeirra
hafa nýlega tekið próf og fara væntanlega út i prestsstarfið á
þessu ári, og næsta ár munu 6—8 ljúka embættisprófi.
Eins og nú standa sakir eru þessi prestaköll óveitt:
1. Skeggjastaðaprestakall í Norður-Múlaprófastsdæmi.
2. Hofteigsprestakall í Norður-Múlaprófastsdæmi.
3. Nesprestakall í Norðfirði i Suður-Múlaprófastsdæmi.
4. Sandfellsprestakall í Öræfum i Austur-Skaftafellsprófastsd.
5. Þingvallaprestakall í Árnesprófastsdæmi.
6. Staðarhraunsprestakall í Mýraprófastsdæmi.
7. Staðarliólsþingaprestakall í Dalaprófastsdæmi.
8. Brjánslækjarprestakail í Barðarstrandarprófastsdæmi.