Kirkjuritið - 01.10.1943, Qupperneq 22

Kirkjuritið - 01.10.1943, Qupperneq 22
284 Prestastefnan 1943. Október ráðherra, til þess að benda á nauðsyn þess, að lagt verði fyrir nú nokkurt fé til þess, að stríðinu loknu, að mœta þeim útgjöld- um, sem óhjákvæmileg nauðsyn krefur í náinni framtíð, að var- ið verði til endurbyggingar prestssetra í landinu og þ>ess ann- ars, er ekki má dragast úr hömlu, ef kirkja og kristindómur í landinu á ekki að bíða verulegan hnekki. 1. Prestssetrin. Samkvæmt athugun, sem ég hefi látið fram fara á prestssetr- um landsins flokkast þau þannig: 53 prestssetur Steinhús. 41 ----- Timburliús. 10 ----- Torfbæir með áfastri timburbyggingu sumsstaðar. 10 ----- Algjörlega húslaus. Skal nú nánar vikið að hverjum þessara flokka um sig. Af steinliúsum eru tvö svo léleg (Brjánslæk og Sauðanesi), að þau mun þurfa að endurbyggja fljótlega, og nokkur hinna þarfnast verulegra aðgerða á næstu árum. Af timburliúsunum má telja að minnsta kosti 14 svo gömul og iéleg, að óhjákvæmilegt sé, að endurbyggja jiau á 4—5 næstu árum. af hinum munu fyrir víst 10 þarfnast bráðra aðgerða á næst- unni. Og er ekki óvarlegt að gera ráð fyrir, að á næstu 20 árum muni ]>urfa að endurbyggja öll þessi 40 hús, að sárfáum und- anteknum. Þau 10 prestssetur, j)ar sem torfbæir eru, þarf öll að endur- byggja á næstu árum, og á sumum, t. d. Hálsi í Fnjóskadal, eru bæirnir að miklu leyti fallnir. Að visu má telja, að sum þessi prestssetur, svo sem Miklibær og Desjamýri, 'séu viðunandi eins og stendur, en slíkar byggingar lirörna þó jafnan mjög fljótt, og eru því ekki til frambúðar. Loks eru 10 prestaköll, þar sem algjörlega vantar íbúð fyrir prestinn og eru j>au þessi: 1. Mjóifjörður. 2. Djúpivogur. 3. Ásar í Skaptártungu. 4. Staðarhólsþing. 5. Hólmavík (þá er prestur ftytur frá Stað). G. Laugarnesprestakail. 7. Hallgrimsprestakall 1. 8. Hallgrímsprestakall 2. 9. Dómkirkjuprestakall 2. 10. Nes- prestakall. Af framanskráðu er ljóst, að á næstu 4—5 árum er full nauð- syn á að reist verði allt að 35 prestseturshús, eða 7—9 að jafn- aði á ári. Er því bersýnilega þörf á að þegar séu gjörðar ráð- stafanir til þess að leggja til hliðar af tekjuafgangi ríkissjóðs ca. 1.4 miljón í þessu skyni, þar sem naumast er hægt að gera ráð fyrir, að verðlag lækki svo í náinni framtið, að viðunandi

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.