Kirkjuritið - 01.10.1943, Page 28
290
Prestastefnan 1943.
Október
Séra Halldór Kolbeins átti 50 ára afmæli 10. febr. þ. á.
Præp. hon. Ásnmndur Gíslason frá Hálsi 70 ára afmæli 21. ág.
f. á.
Kjartan Kjartansson past. emerit. 75 ára afmæli 27. marz þ. á.
Öllum þessum mönnum óska ég blessunar Guðs i sambandi við
þessa merkisdaga í lifi þeirra.
Siðastli'ðið sumar, i júlímánuði, vísiteraði ég Snæfellsnes-
prfastsdæmi. í sambandi við vísitazíurnar fóru guðsþjónustur
fram í öllum kirkjum prófastsdæmisins, og voru þær yfirleitt
mjög vel sóttar. Voru mér þessar vikur i alla staði mjög ánægju-
legar, bæði samstarfið við presta prófastsdæmisins og viðkynn-
ingin við söfnuðina. Hver sá, sem fylgzt hefði með um prófasts-
dæmið og kynnt sér afstöðu manna til kirkju og kristindóms
þar, hefði að lokinni þessari ferð talað varlega um það, að fólkið
í landinu væri afliuga þessum málum. Ég geymi hinar beztu minn-
ingar úr þessari ferð frá samverustundum og samstarfi við
prófast, presta prófastsdæmisins og söfnuði. í sumar hefi-ég
áformað að vísitera í Árnesprófastsdæmi.
Nú ])egar vér horfum fram á nýtt synódusár, þá veit ég að vér
sjáum allir glöggt hin stóru og margháttuðu verkefni. Eitt af því,
sem oss ríður livað mest á, er að vér gjörum oss það allir ljóst,
að verkcfnin eru sameiginleg, að vér þurfum allir aö vera eitt.
Sundrung og ósamlyndi út úr smámunum eiga engan rétt á sér
á slíkum tímum, sem nú ganga yfir. Það er heilög skylda vor
að standa fast saman um málefni kirkju og kristindóms i landinu.
Nú ríður á að þjóðin opni augun fyrir því, að hún á öruggt at-
hvarf á þessum hættutímum í kirkju Krists. Hinir beztu menn
þjóðarinnar í öllum flokkum og stéttum vita, að kirkjan er slikt
athvarf. Þeir setja traust sitt til kirkjunnar og þeir ætlast til
ndkils af henni. Vér skiljum það allir og vitum, að hún er ein
þess máttug að kenna þjóðinni að standa fast á móti freisting-
unum og sigrast á hættum nútímans. Vér skulum ótrauðir fara
út í starfið að nýju. Starfa fyrir æskulýð landsins og gjöra allt,
sem í voru valdi stendur, til þess að færa hann nær Kristi. Starfa
fyrir heimilin og vinnandi stéttir þjóðfélagsins, fyrir sjúka og
heilbrigða.
En immum eitt vel. Munum l>essi orð Jesú Krists. Hann sagði:
„Án mín getið þér alls ekkert gjört“. Vér skulum allir einhuga
biðja hann að vera í verki með oss og kirkju sinni.
Taka síðan upp merkið og starfa fyrir þjóð vora í Guðs nafni í
trú, i fórnarhug og kærleika.