Kirkjuritið - 01.10.1943, Qupperneq 42

Kirkjuritið - 01.10.1943, Qupperneq 42
304 Fréttir. Október starf sitt, ort m. a. ýmsa fallega sálma, eins og lesendum Kirkju- ritsins er kunnugt og söfnuðum um land allt. Séra Friðrik Friðriksson átti 75 ára afniæii 25. mai, og var þess minnzt sérstaklega með liátíðarsamkomu i K. F. U. M. í Rvik. Séra Friðrik er vafalaust einn af mætustu og sérkennilegustu mönnum íslenzkrar kristni bæði að fornu og nýju, og viðurkenna allir yfirburði hans hverra skoðana sem þeir eru í trúmálum. Þess væri óskandi að áhrif anda hans næðu að móta sem mest og lengst starf K. F. U. M. á íslandi. Séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur átti fimmtugsafmæli 13. sept. Söfnuður hans minntist þess með því að færa honum hinar veglegustu gjafir i þakklætisskyni fyrir langt og ágætt starf. Sigurður Birkis söngmálastjóri átti fimmtugsafmæli 9. ágúst. Starf lians stendur með miklum blóma. Páll ísólfsson organleikari Dómkirkjunnar varð fimmtugur 12. okt. Hann hefir unnið með tónlist sinni hið merkasta starf fyrir kirkju og kristni landsins. Kom það skýrt í ljós á afmæli lians, hve mikilla vinsælda og virðingar hann nýtur. Séra Eiríkur Brynjólfsson á Utskálum átti fertugsafmæli C. sept. síðastl., og færði safnað- arfólk hans honum þá hinar veglegustu gjafir i þakklætisskyni fyrir frábæriega gott og óeigingjarnt starf. Séra Sigurði Einarssyni vikið frá embætti. Einar Arnórsson menntamálaráðhe'rra hefir vikið séra Sig- urði Einarssyni frá dósentsembættinu við guðfræðideild Há- skóians um stundar sakir. Höfðu prófessorar deildarinnar ritað ráðherra og farið þess á leit, að séra Sigurður yrði ekki skip- aður prófessor, heidur falin öðrum kennsla lians frá uppliafi þessa háskóiaárs. Ráðherrann ieitaði umsagnar háskólaráðs og kirkjuráðs, og studdi hvorttveggja einróma mál prófessoranna. Ráðherra hefir falið séra Rjarna Jónssyni vígslubiskupi og Jóni Ás- björnssyni hæstaréttarlögmanni að rannsaka rök þau, er prófess- orarnir báru fram fyrir ósk sinni. Kirkjuritið kemur út í heftum, 1-3 i senn, alla mánuði ársins nema ágúst og sept. Verð innanlands 10 kr. í Vesturheimi 2 doll- arar. Gjalddagi 1. apríl og 1. okt., ef menn kjósa heldur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast frú Elisabet Jóns- dóttir, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavík.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.