Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 14
276
Prestastefnan 1943.
Október
vel og drengur liinn bezti. Örugg og traust sloð var hann sveit-
arfélagi sinu og ástsæll af söfnuðunum, sem báðu hann að fara
livergi, er honum hugkvæmdist að sækja um annað prestakall.
Það var mikið áfall fyrir prestastéttina islenzku að missa
þessa starfsbræður og sérstaklega sárt og tilfinnanlegt um frá-
fall 3ja hinna síðasttöldu, sem hurfu svo skyndilega á bezta aldri,
svo fljótt og voveilega. Ég veit að fráfall þeirra kom við lijörtu
vor allra og vér hlutum ósjálfrátt að spyrja: Hverjir munu nú
fljótt og vel fylla þessi stóru skörð? Já, — sárt tregum vér þá og
einlægar tilfinningar samúðar beinast frá oss öllum til ástvina
þeirra og safnaða. Þjóðin öll hefir fylgst með og tekið þátt i
þessum sáru atburðum. Vér biðjum Guð að vernda og blessa
þá sem eftir lifa og harmana bera við lát þeirra, biðjum hann
að blessa þá alla, starfsbræðurna, sem kallaðir voru heim, biðj-
um liann að gefa kirkju vorri nýja starfsmenn — senda nýja
verkamenn til uppskerunnar.
Vér vottum minningu þeirra þakklæti vort', bróðurkærleika og
virðingu með þvi að rísa úr sætum. Vér minnumst og þökkum
þeim: Séra Gísla Skúlasyni, séra Stefáni Björnssyni, séra Sig-
urði Gíslasyni, séra Jóni Jakobssyni, séra Þorsteini Kristjáns-
syni.
Prestsekkjur og prestskonur, sem látizt liafa á árinu eru þessar:
Prófastsekkja Kristín Jakobsdóttir frá Hofi í Vopnafirði
ekkja séra Einars prófasts Jónssonar að Hofi. Hún lézt í Reykja-
vik 21. ágúst f. á. Frú Guðríður Ólafsdóttir Hjaltesteð, kona
Magnúsar Blöndal Jónssonar past. emerit. frá Vallanesi, andaðist
í Reykjavík 17. okt f. á.
Prestsekkja Ingibjöi'd Einarsdóttir, ekkja séra Bjarna Þórarins-
sonar, lézt í Reykjavik 26. okt. f. á. Frú Jakobina Sicjurgeirs-
dóttir, ekkja séra Einars Friðgeirssonar frá Borg á Mýrum, dó
28. marz þ. á. Frú Guðrún S. Jónsdóttir, ekkja séra Jónasar P.
Hallgrimssonar frá Kolfreyjustað. Hún lézt hér i bænum. Prófasts-
frú María ísaksdóttir, kona præp. hon. séra Þórðar Ólafssonar
frá Söndum í Dýrafirði, varð bráðkvödd á heimili sinu hér i
Reykjavík 24. apríl 1943. Var sá dagur 80 ára afmælisdagur
manns hennar.
Um allar þessar konur má segja, að dáið hafi í hárri elli og
þreyttar eftir erfiði dagsins. Minning þeirra er þökkuð af mörg-