Kirkjuritið - 01.10.1943, Síða 20
282
Prestastefnan 1943.
Október
9. Sauðlauksdalsprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi.
10. Bíldudalsprestakall i Barðastrandarprófastsdæmi.
11. Staðarprestakall á Reykjanesi í BarSastrandarprófastsdæmi.
12. Rafseyrarprestalcall í Vestur-ísafjarSarprófastsdæmi.
13. Sandaprestakall í DýrafirSi i Vestur-ísafjarSarprófastsdæmi.
14. Árnesprestakall i Strandaprófastsdæmi.
15. BreiðabólstaSarprestakall ó Skógarstr. í Snæfellsnesprf.d.
10. Hvammsprestakall í Laxárdal í SkagafjarSarprófastsdæmi.
17. Grímseyjarprestakall í EyjafjarSarprófastsdæmi.
18. SkútustaSaprestakall í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi.
19. Hálsprestakall í Fnjóskadal i SuSur-Þingeyjarprófastsdæmi.
í Rafseyrarprestakalli i Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi mun
kosning nýlega liafa farið fram. Var þar aðeins einn umsækjandi,
séra Jón Kr. ísfeld, er þar hefir verið settur prestur. Umsóknir
bárust einnig um Staðarhraunsprestakall frá séra Valgeir Helga-
syni og séra Þorsteini Björssyni og um Skeggjastaðapresta-
kall frá frá séra Finnboga Krisjánssyni, en þeir tóku allir um-
sóknir sínar aftur áðúr en kosning fór fram i prestaköilum
þessum.
Verið er nú að undirbúa byggingu allmargra nýrra kirkna í
landinu, og geri ég ráð fyrir, að hafizt verði lianda um smiði
þeirra jafnskjótt og um hægist. Þrátt fyrir margvíslega erfiðleika,
sem eru á því að fá byggingarefni og vinnuafl, má segja, aS til-
tölulega margar kirkjur séu þegar í smíSum. 1 Reykjavík miðar
smíði Laugarneskirkju alltaf áfram og er unnið af mjög miklum
áliuga á því að fullgera verkið. Þetta er maklegt að þakka, eins
og yfirleitt kirkjubyggingaráliuga i Reykjavík i öllum sóknun-
um, þótt enn sé hvergi eins vel á veg komið um framkvæmdir
og í Laugarnessókn. Nokkur töf hefur orðið á framkvæmdum í
Hailgrímssókn vegna skoðanamunar á uppdrætti þeim, er húsa-
meistari hefir gert af Hallgrímskirkju. En ég trúi því, að menn
sjái og skilji betur og betur, að hér er um óvenjufagurt verk að
ræða, sem liefir eigi aðeins yfir sér listrænan svip, heldur einnig
íslenzkan svip, og að kirkjan muni á sínum tíma, fyrir fegurð-
arsakir vekja eftirtekt allra, er liana sjá, og verða þjóS vorri til
sóma. Er nú unnið kappsamlegar en nokkru sinni fyrr, að fjár-
söfnun til kirknanna í báðum þessum prestaköllum. f Nes-
prestakalli hefur verið efnt til samkeppni um uppdrætti að Nes-
kirkju, og er ég þess fullviss, að málefni þeirrar kirkju er í svo
góðum liöndum, að ekki þarf að efast um, að söfnuðurinn gjör-