Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 17

Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 17
Kirkjuritið Prestastefnan 1943. 279 son útvegsbóndi og kona hans Júlía Sigríður Steinsdóttir. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1932. Næsta vetur stundaði liann heimakennslu á Seyðisfirði og starfaði þar við unglingaskóla. Veturinn 1933 til 1934 stundaði hann nám við Kennaraskólann og lauk þar kennaraprófi 1934. — Starfaði liann síðan sem farkennnri veturna 1934—1937, og var meðrit- sljóri vikublaðsins „Seyðfirðingur“ — mestan liluta ársins 1936. Veturinn 1937 var liann kennari við barna- og unglingaskólann á Seyðisfirði. Haustið 1938 innritaðist hann í guðfræðideild Há- skóla íslands og tók embættispróf í guðfræði vorið 1942. Séra Jón er kvæntur Auði Halldórsdóttur frá Nesi í Loðmundarfirði. 5. Sigiirbjörn Ástvaldur Gislason vígðist sem heimilisprestur að Elliheimilinu Grund i Reykjavík, að fengnu leyfi og samþykki dóms- og kennslumálaráðuneytisins með bréfi dags. 20 ág. 1942. Séra Sigurbjörn er fæddur að Glæsibæ í Staðarlireppi í Skaga- firði 1. janúar 1876. Foreldrar lians voru Gísli bóndi Sigurðs- son og kona lians Kristin Björnsdóttir. Stúdentsprófi lauk liann við latínuskólann í Reykjavik vorið 1897 og kandídatsprófi í guð- fræði frá Prestaskólanum í Reykjavík vorið 1900. Þegar á náms- tímanum hóf hann kennslu í bindindisstarfsemi. Að loknu em- bættisprófi fór hann til Danmerkur til þess að kynnast kirkju- málum þar. Eftir heimkomu sína hóf hann frjálsa kristilega starfsemi innan þjóðkirkjunnar og liefir liann um 30 sumur ferðast um ísland til 'þess að prédika boðskap kristindómsins, prédikað i 85 kirkjum og útbreitt bibtíurit í tugþúsundatali með styrk frá biblíufélagi Skotlands, gefið út sæg af kristilegum rit- um og blaðið Bjarma í 18 ár. Slarfað hefir hann og í ótal félög- um, er unnu að kristindóms og tíknarmálum, sótt fjölda erlendra kristilegra funda og þinga. Kennslustörf liefir hann lengi stund- að við Kvennaskólann og Vélstjóraskólann. Séra Sigurbjörn kvæntist árið 1902 Guðrúnu Lárusdóttur, frikirkjuprests Hall- dórssonar, sem við tilið manns síns vann hið ágætasta verk fyr- ir íslenzka kirkju og kristni, svo að nafn hennar mun ekki gleymast. Hana missti séra Sigurbjörn hinn örlagaríka dag 20. ágúst 1938, er liún fórst, ásamt dætrum sínum 2. Þau hjón eignuðust alls 10 börn og eru fimm þeirra á lifi. Með það i huga, er séra Sig- urbjörn hefir unnið fyrir kirkju íslands og þjóð sína, og þá ekki sízt fyrir forystu lians við stofnun Elliheimilisins Grund, fór ég þess á leit við dóms- og kirkjumálaráðuneytið með bréfi dags. 10. ágúst 1942, að það veitti mér heimild til að vígja séra Sigur- björn til prests að Elliheimilinu Grund í heiðurs- og viðurkenn- ingarskyni fyrir störf lians á sviði kristindómsmálanna, og veitti

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.