Kirkjuritið - 01.10.1943, Síða 9
Kirkjuritið
Prestastefnan 1943.
271
allt annað brást. Vopnin verða ekki athvarf þjóða, pening-
arnir ekki heldur, vísindin ekki, ekki listin. Þegar mest
á reyndi, þá var allt þetta eins og hjóm — Guð einn var
traust þjóðanna og athvarf. íslenzkci þjóðin á ekkert
annað óbrigðult athvarf.
Verkefni íslenzku kirkjunnar er því í dag hið sama
og það hefir verið um aldir, að sannfæra þjóðina um
þetta og beina fótum hennar inn á veg trúar og hins
hreina lífernis, kenna henni að elska og keppa að hug-
sjón siðgæðis og trúar i anda Jesú Krists og boðskapar
hans.
Það er engin ný saga, að nú á tímum auðs, allsnægta
og nautna vofir hættan yfir, hættan að gleyma Guði og
skeyta hvorki um himin né jörð. Sú hætta er yfir íslenzku
þjóðinni. Guð einn getur bjargað þjóðum frá tortím-
ingu. Ilann einn getur snúið öllu til góðs í ísl. þjóðlifi
og vill að þjónar sínir gangi einhuga, staðfastir og trú-
arsterkir út í starfið og bjóði erfiðleikum og hættum
byrginn.
Ég get ekki lokið þessum ávarpsórðum minum án þess
að minna á, það skiptir óendanlega miklu máli, að þér,
þjónar hinnar íslenzku kirkju, skiljið hve brýnt er hlut-
verk hennar um þessar mundir, að það hvílir mikil á-
byrgð á hverjum einstökum presti og kirkjunni í heild
að leggja fram alla krafta sína í því að vernda og byggja
upp. Sá sem um þessar mundir er tómlátur og kærulaus
i starfi sínu, bregst þjóð sinni er verst gegnir. Guð forði
oss öllum frá því. Guð varðveiti og blessi kirkjuna og alla
þjóna hennar og söfnuði. Mætti andi hans og kraftur
Ieiða yður, kæru bræður, í sérhverju orði og verki til
eflingar ríki hans i landi voru, þjóðinni til heilla og
blessunar.
Guð blessi samfund vorn og láti komu vðar hingað og
störf vor boða nýjan dag í kirkjulífi voru, nýtt og fag-
urt þjóðlíf hér i landi í anda Drottins vofs Jesú Krists.