Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 21
Kirkjuritið
Prestastefnan 1943.
283
ir sitt stóra átak samhuga í kirkjubyggingarmálinu, þegar tím-
inn kemur, að kirkjan skal rísa af grunni.
Á Staðarstað og Hellnum í Snæfellsnesprófastsdæmi er verið
að reisa kirkjur, ennfremur á Melstað i Húnavatnsprófastsdæmi
og kirkjuna að Reyni í Mýrdal, og um þessar mundir mun í þann
veginn að liefjast siníði Ásólfsskálakirkju í Rangárvallaprófasts-
dæmi. Viðgerðir hafa farið fram -á Útskálakirkju, Kirkjuvogs-
kirkju, Þingvallakirkju og Ólafsvíkurkirkju.
Byggingu prestsseturshúsa í landinu miðar hægt áfram. Ég
hefi á undanförnum árum minnzt á þetta alvörumál á presta-
stefnum og hvað eftir annað lýzt þvi fyrir ráðuneytinu og fjár-
veitinganefnd Alþingis hve mikil nauðsyn væri á að finna ráð
iil þess, að leysa þetta vandamál, sem allra fyrst. Á fyrsta bisk-
upsári mínu rannsakaði ég hvernig ástatt væri um íbúðarhúsa-
kost á prestsetrum i landinu og komst þá að þeirri niðurstöðu,
að um 30 prestsseturshús væru svo illa komin fyrir aldurs sakir og
og niðurníðslu, að brátt mundi horfa til vandræða, ef þau yrði
eigi endurreist. Skýrði ég frá þessu þegar í stað bæði í dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu og á fundi i fjárveitinganefnd, er ég
fékk að mæta á.
Þá stóðu svo sakir að 3—4 ibúðarhús höfðu verið reist fyrir
sig fram með lánsfé, eða á eiginn reikning prestanna og var auð-
sætt, að langt mundi líða þar til þær skuldir yrðu að fullu
greiddar og húsin að fullu yfirtekin af rikinu. Hinn 14 okt.
sl. ritaði ég svo enn kirkjumálaráðherra allitarlegt bréf við-
víkjandi þessum málum og öðrum, sem mér fundust vera að-
kallandi, svo sem um endurhýsingu Hóla- og Skálholts, biskups-
setur í Reykjavík, ferðaprestastarfsemi, útgáfu kirkjulegra rita
og vikublaðs, fjárveitingu til liknarstarfsemi að ófriðnum lokn-
um o. fl. Tímans vegna get ég ekki birt nema lítið eitt úr þessu
bréfi, þótt ég hefði gjarnan kosið það, en af þvi að liýsing
prestssetranna er svo mikilvægt mál, bæði fyrir prestastéttina
og kirkjuna í heild, ætla ég að tilfæra þann kafla bréfsins. er
um það mál fjallar.
„Þar sem yfirstandandi ófriðartímar, sem torveldað hafa að
verulegu ieyti allar verklegar framfarir í landinu, og dregið úr
nauðsynlegum framkvæmdum á mörgum sviðum, liafa þá jafn-
framt haft i för með sér, að verulegt fé hefur safnazt í rikissjóð-
inn, er notað mun verða til aðkallandi framkvæmda að stríð-
inu loknu, þykir mér rétt að rita yður, liæstvirti lir. kirkjumála-