Kirkjuritið - 01.10.1943, Síða 8

Kirkjuritið - 01.10.1943, Síða 8
270 Prestastefnán 1943. Október lieillast af Jionum. Látum mynd Iians grípa og gagntaka Jiuga vorn. Minnumst þess, að hann er foringi kirkju íslands. Og undir lians forustu getur kirkjan unnið stór- virki í íslenzlui þjóðlífi nú, þegar mest riður á, og flest- um hugsandi mönnum virðist erfitt að sjá veginn. Á undanförnum styrjaldarárum hefir oft verið um það ritað og' rætt, að margvíslegar hættur mundu steðja að íslandi og íslenzku þjóðlífi, og sennilega hefir aldrei verið of mikið gert úr þessum hættum. Þvi er engan veginn hægt að neita, að ýmislegt hefir verið gert til þess að koma í veg' fvrir það, að þessar hættur yllu tjóni á því, sem oss íslendingum er dýrmæt- ast, svo sem á sviði siðgæðismálanna, á þjóðerni voru, tungu o. s. frv. Kirkjan hefir vissulega lagt sitt til þessa. Hún hefir varað við hættunum og hún hefir hent á ýms- ar leiðir til þess, að sómi íslands yrði ósnortinn og skjöldur þess hreinn í viðskiptiun við þau öfl, sem nið- urbrjóta og skemma það, sem hezt er í siðferðilegu og andlegu lífi þjóðarinnar. Prestar landsins hafa í prédikunarstóli og í starfi sinu leynt og Ijóst unnið að þessu og reynt að hafa áhrif í umliverfi sínu. Og margir aðrir ágætustu menn þjóðar- innar í ýmsum stéttum hafa lagt sig frain, sérstaklega um að varðveita þjóðerni vort og íslenzka tungu. í þvi máli er eitt, sem meira er umvert að skilja en allt ann- að, það, að það er ekkert annað cn lífsskoðun þjóðar- innar, trú hennar og siðgæðisvitund, sem getur komið i veg fyrir að illa fari. Þessvegna erum vér þá fvrst við kjarna málsins, er vér dveljum við hið innra uppeldi þjóðarinnar, og hin rétta leið til uppeldis þessarar þjóð- ar verður aldrei fundin fgrr en forystumenn þeirra koma auga ú trúarleiðina. Það er þessi leið, sem kirkj- an og þjónar hennar benda á. Hún biður þjóðina að opna bók sögunnar, láta reynsluna tala. í neyð þjóðanna á liðnum öldum var Guð, — hinn mikli eilifi andi, óum- breytanlegi máttugi andi, — hið mikla athvarf — þegar

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.