Kirkjuritið - 01.10.1943, Síða 13

Kirkjuritið - 01.10.1943, Síða 13
Kirkjuritið Prestastefnan 1943. 275 íslands árið 1930. Næstu tvö árin dvaldi liann í Reykjavik við skrifstofustörf. Kvæntist hann 13. júlí 1930 eftirlifandi eigin- konu sinni Margrétu Björnsdóttur frá Hvammstariga. Hinn 23. júní 1932 vígðist séra Jón sem settur prestur til Bildu- dals og þjónaði því embætti tii dánardags, eða rúman tug ára. Um 6 mánaða skeið dvaldi séra Jón erlendis, aðallega í Eng- landi og Danmörku og naut þá styrks, samkvæmt lögum um utanfararstyrk presta. Aðallega mun hann hafa kynnt sér kristi- legt starf meðal sjómanna. Séra Jón var einkar vinsæll í söfnuðum sinum. Hann átti fegurð og hreinleik æskumannsins innra og ytra. Yar hann maður bjartlyndur og góðlyndur, ágætlega vel gefinn, átti góða söngrödd og gleðimaður hinn mesti. Hann var einlægur vinur vina sinna, greiðvikinn, sem bezt mátti verða og áhugasamur um þau mál, er hann unni. Hann var snjall ræðumaður og áhrifa- rikur í viðkynningu og framkomu sinni við einstaklinga. Þau lijón áttu þrjú börn, sem öll eru á lífi og dvelja lijá móður sinni. Séra Jón var góður og sa'nnur starfsbróðir og vinur. Séra Þorsteinn Kristjánsson fórst einnig með m/s Þormóði. Hann ætlaði sér að dvelja nokkra daga i Reykjavík og siðan hverfa aftur heim til margháttaðra starfa. Séra Þorsteinn var fæddur 31. ágúst 1891 að Þverá í Eyja- hreppi í Hnappadalssýslu. Voru foreldrar hans þau Kristján hreppstjóri Jörundsson og kona hans Helga Þorkelsdóttir. Stúdentspróf tók hann árið 1912. Fór siðan til Háskólans i Kaupmannahöfn og hóf þar nám í læknisfræði og lauk prófi í forspjallavisindum árið eftir. En þá hvarf liann aftur heim. Hætti við læknisfræðisnámið, eii tók að lesa guðfræði við Háskóla íslands. Lauk hann þar embættisprófi vorið 1916. Fékk þegar veitingu fyrir Mjóafjarðarprestakalli í Suður-Múlaprófastsdæmi, að undangenginni kosningu safnaðarins, og var vígður þangað 28. maí 1917. En ári síðar sótti hann um Breiðabólstað á Skóg- arstönd og hlaut þar kosningu. Loks sótti hann árið 1922 um Sauðlauksdalsprestakall og fékk veitingu fýrir prestakallinu samkvæmt kosningu safnaðarins. Séra Þorsteinn var kvæntur Guðrúnu Petreu Jónsdóttur. Eiga þau fimm börn á lífi, 2 dæt- ur og 3 sonu. Ég hefi áður ritað um séra Þorstein, eftir að hann lézt, og skal ekki endurtaka margt af þvi, sem ég hefi um hann mælt. Aðeins vil ég segja þetta. Séra Þorsteinn var einn af ágæt- ustu mönnum stéttar vorrar. Hann elskaði prestsstarfið. Var á- gætur prédikari, einlægur trúmaður, áhugamaður um uppeldis- mál og ritaði kennslubók í kristnum fræðum. Hann var hagmæltur

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.