Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 9

Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 9
Kirkjuritið. Hin mikla nýsköpun. 199 málmi verður rennt í mótin nýju. Þar verður kirkjan að vera vel á verði. Nóg er til af falsspámönnum, sem teygja fram sín vangerðu og vansköpuðu mót. Og það bætir því miður lítið úr, þó að margir þessara spá- manna séu í góðri trú. Mótið verður ekki betra fyrir því. Barnið alsaklaust verður að þola kvalir ef það gripur i ljósið. Mannkynið er búið að líða mikið fyrir saldausa falsspámenn. Hér verður kirkjan að bera boð meistarans mikla: Gætið yðar fvrir falsspámönnum. En falsspámenn eru allir þeir, er vilja staðnæmast á miðri leið. Þeir skrökva, viljandi eða óviljandi, að mönn- unum um það, hvað í sannleika leiði menn til sælu. Nýr himinn og ný jörð er markið. Það er umsköpun mann- lífsins við ljósið að ofan, fyrir kraftinn frá hinum end- urfundna himni. Vér skulum koma til móts við hugsunarbátt nútíma- mannsins með því að byrja á jarðlífinu. Þar er álnig- inn vakandi. Allir vilja eiga góða daga bér á jörð. Að því skulum vér vinna. Það er kristileg skvlda vor. Jarð- lífið er vettvangur kristindómsins. Þess vegna lét Guð sér ekki nægja. að brópa til vor af liimni, beldur kom bingað á þessa jörð. Frá þeirri komu er lausnarorð þessa vandamáls: Nýr biminn og ný jörð. En vér verðum að segja mannkyninu þann sannleika, (i<1 />að finnur aldrei gæfuna á þessari jörð, fyrr en það lekur við henni af himninum. Hver maður, sem ekki er blindaður, annaðlivort af svefndrunga eða ofstæki, blýtur að sjá, að framfarirnar á þessari jörð, binar ótvíræðu framfarir, bafa ekki fært mönnunum gæfuna. í stað þess að skapa nýja jörð, virð- ast þær nú á góðum vegi með að leggja bana i rúst, ganga af mannkyninu dauðu. Hér er eittbvað meira en Jitið í ólagi. Það er helzt til mikil einfcldni að halda, að þetta stafi af einhverjum fyrirkomulagsgalla eða ytri formsástæðum, stjórnarfyrirkomulagi, bagkerfi eða sliku. Menn bafa í sífellu breytt um stjórnskipulag og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.