Kirkjuritið - 01.06.1945, Blaðsíða 22
212
Prestastefnan.
Júní-Júlí.
Hann lauk stúdensprófi í Reykjavík vorið 1941 og embættis-
prófi í guðfræði nú í vor með mjög góðri 1. einkunn. Hann er
kvæntur Guðlaugu Einarsdóttur frá Akranesi.
Leó Júlíusson cand. theol. er vígður verður að forfallalausu
næstkomandi sunnudag til Hofsprestakalls í Álftafirði, sem sett-
ur prestur þar.
Leó Júlíusson. er fæddur 20. okt. 1919 i Bolungavík í Norður-
tsafjarðarsýslu. Foreldrar: Júlíus Sigurðsson sjómaður og kona
hans Anna Guðmundsdóttir. Hann lauk stúdentsprófi á Alcur-
eyri 1941 og embættisprófi í guðfræði á þessu vori með góðri
1. einkunn.
Alla þessa nýju starfsmenn kirkjunnar leyfi ég mér að bjóða
innilega velkomna og óska þeim blessunar Guðs í hinu ábyrgð-
armikla starfi þeirra.
Breytingar á þjónustu einstakra prestakatla á synodusárinu
liafa verið sem hér segir:
1. Séra Sigurður Haukdal sóknarprestur og' prófastur í Flat-
ey á Bréiðafirði var 1. júni þ. á. skipaður sóknarprestur í Land-
eyjaþingum í Rangárvallaprófastsdæmi, að afstaðinni lögmætri
kosningu.
2. Séra Hálldór Kolheins sóknarprestur á Mælifetli i Skaga-
firði, var skipaður sóknarprestur í Ofanleitisprestakalli í Rang-
árvallaprófastsdæmi frá 1. júní, eftir að hafa verið þar lögiega
kosinn.
3. Séra Sigurjón P. Árnason sóknarprestur í Ofanleitis-
prestakalli var skipaður sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli i
Reykjavík frá 1. janúar þ. á. að telja, að afstaðinni kosningu
safnaðarins, sem varð ólögmæt.
4. Séra Jón Ár.ni Sigurðsson settur sóknarprestur að Stað á
Reykjanesi i Barðastrandarprófastsdæmi hefir verið skipaður
sóknarprestur þar frá 1. júní, að afstaðinni lögmætri kosningu.
5. Séra Trausti Pétursson settur sóknarprestur að Sauðlauks-
dal í .Barðastrandarprófastsdæmi, hefir verið skipaður sóknar-
prestur þar frá 1. júní, eftir að liafa htotið lögmæta kosningu.
6. Séra Guðmundur Guðmundsson settur sóknarprestur að
Brjánslæk í Barðastrandarprófastsdæmi hefir verið skipaður
sóknarprestur þar frá 1. júní, að afstaðinni lögmætli kosningu.
7. Séra Yngvi Þórir Árnason settur sóknarprestur að Árnesi
i Strandaprófastsdæmi hefir verið skipaður sóknarprestur þar,
að afstaðinni kosningu þann 15. okt. 1944, er var ólögmæt.