Kirkjuritið - 01.06.1945, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.06.1945, Blaðsíða 24
211 Prestastefnan. Júní-Júli. 18. Hálsprestakall í Suður-Þingsyjarprófastsdœmi. Þar hefir séra Björn O Björnsson verið settur prestur fyrst um sinn. Eru þannig alls 18 prestaköll óveitt eða tveim færra en síð- astliðið ár. í sjö þessara prestakaila eru settir prestar en ellefu er ])jónað af nágrannaprestum. Byggingar nýrra kirkna hafa ekki verið hafnar á árinu. Veld- ur þar sízl um tómlæti eða áhugaleysi safnaðanna i þessum málum, heldur hin mikla dýrtið og erfiðleikar á útvegun bygg- ingarefnis Lokið var á árinu byggingu Staðarstaðarkirkju á Snæfells- nesi og var hún vígð af mér þann 27. maí s.l. Kirkjan er stein- kirkja með forkirkju og turni, myndarlegt luis. Mun lnin hafa kostað 70—80 þúsund krónur. Sýnir það mætavel áhuga og fórn- fýsi manna og skilning þeirra á nauðsyn kirkjubygginga, að kirkja þessi mun nú uppkomin vera skuldiaus og eiga jafnvel nokkra fúlgu í sjóði. Mest er þetta fé fengið með frjálsum sam- skotum og gjöfum einstakra manna. Hinn 24. september f. árs vígði ég kirkju að Innri-Njarðvík á Reykjanesi. Söfnuðurinn ákvað fyrir nokkru að endurbyggja liina fornu Njarðvikurkirkju, er ekki hafði verið messuliæf um mörg undanfarin ár, en veggir hennar voru stæðilegir og gerðir úr tilhöggnu rjóti. Var þá og jafnframt endurreist hin forna Njarðvíkursókn. Hinn fámenni söfnuður hefir sýnt afarmikinn áhuga og fært lofsverðar fórnir til þess að endurbyggja kirkju sina, sem nú er orðin hið myndarlegasta guðshús. Hellnakirkja á Snæfellsnesi má heita fullgjör og verður vígð nú í sumar. Þar á mjög fámennur söfnuður í hlut og því eðli- lega lent í nokkra fjárhagsörðugleika. Er og mála sannást, að það er ofviða, hinum fámennari söfnuðum að minnsta kosti, að reisa viðunandi kirkjur án stuðnings frá því opinbera. Er von- andi að nokkur styrkur til þessarar kirkju verði samþykktur á næsta Alþingi. Kirkjubyggingunum að Melstað í Húnavatns- prófastdæmi og að Ásólfsskála og fíeyni mun einnig væntanlega verða lokið á þessu ári. nílar líkur eru á þvi, að á þessu ári verði hafin smíð tveggjí kirkna i Reykjavík, Hallgrímskirkjii og Neskirkju. Er stöðuglega haldið áfram að vinna að framgangi þeirra mála, enda ekki vansalaust, að tveir af stærstu söfnuðum landsins og það i sjálf- um Iiöfuðstaðnum séu með öllu kirkjulausir. Laugarneskirkja mun nú fullger að mestu að utan og stór salur i kjallara hennar þegar tekinn til afnota fyrir guðsþjónustur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.