Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 24

Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 24
211 Prestastefnan. Júní-Júli. 18. Hálsprestakall í Suður-Þingsyjarprófastsdœmi. Þar hefir séra Björn O Björnsson verið settur prestur fyrst um sinn. Eru þannig alls 18 prestaköll óveitt eða tveim færra en síð- astliðið ár. í sjö þessara prestakaila eru settir prestar en ellefu er ])jónað af nágrannaprestum. Byggingar nýrra kirkna hafa ekki verið hafnar á árinu. Veld- ur þar sízl um tómlæti eða áhugaleysi safnaðanna i þessum málum, heldur hin mikla dýrtið og erfiðleikar á útvegun bygg- ingarefnis Lokið var á árinu byggingu Staðarstaðarkirkju á Snæfells- nesi og var hún vígð af mér þann 27. maí s.l. Kirkjan er stein- kirkja með forkirkju og turni, myndarlegt luis. Mun lnin hafa kostað 70—80 þúsund krónur. Sýnir það mætavel áhuga og fórn- fýsi manna og skilning þeirra á nauðsyn kirkjubygginga, að kirkja þessi mun nú uppkomin vera skuldiaus og eiga jafnvel nokkra fúlgu í sjóði. Mest er þetta fé fengið með frjálsum sam- skotum og gjöfum einstakra manna. Hinn 24. september f. árs vígði ég kirkju að Innri-Njarðvík á Reykjanesi. Söfnuðurinn ákvað fyrir nokkru að endurbyggja liina fornu Njarðvikurkirkju, er ekki hafði verið messuliæf um mörg undanfarin ár, en veggir hennar voru stæðilegir og gerðir úr tilhöggnu rjóti. Var þá og jafnframt endurreist hin forna Njarðvíkursókn. Hinn fámenni söfnuður hefir sýnt afarmikinn áhuga og fært lofsverðar fórnir til þess að endurbyggja kirkju sina, sem nú er orðin hið myndarlegasta guðshús. Hellnakirkja á Snæfellsnesi má heita fullgjör og verður vígð nú í sumar. Þar á mjög fámennur söfnuður í hlut og því eðli- lega lent í nokkra fjárhagsörðugleika. Er og mála sannást, að það er ofviða, hinum fámennari söfnuðum að minnsta kosti, að reisa viðunandi kirkjur án stuðnings frá því opinbera. Er von- andi að nokkur styrkur til þessarar kirkju verði samþykktur á næsta Alþingi. Kirkjubyggingunum að Melstað í Húnavatns- prófastdæmi og að Ásólfsskála og fíeyni mun einnig væntanlega verða lokið á þessu ári. nílar líkur eru á þvi, að á þessu ári verði hafin smíð tveggjí kirkna i Reykjavík, Hallgrímskirkjii og Neskirkju. Er stöðuglega haldið áfram að vinna að framgangi þeirra mála, enda ekki vansalaust, að tveir af stærstu söfnuðum landsins og það i sjálf- um Iiöfuðstaðnum séu með öllu kirkjulausir. Laugarneskirkja mun nú fullger að mestu að utan og stór salur i kjallara hennar þegar tekinn til afnota fyrir guðsþjónustur.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.