Kirkjuritið - 01.06.1945, Blaðsíða 34
224
Prestastefnan.
Júní-Júli.
síðar söng Samkór Tónlistafélagsins nokkúrn hluta af Oratórió
Björgvins Guðmundssonar. Vakti hvorttveggja mikla athygli
og hrifningu áheyrenda.
Úr guðfræðideild Háskólans liafa aðeins fjórir útskrifast á
árinu, allir með I. einkunn:
1. Geirþrúður Hildur Bernhöft, og er liún fyrsla íslenzka kon-
an, sem hefir lokið embættisprófi í guðfræði.
2. Guðmundur Sveinsson.
3. Lárus Halldórsson.
4. Leó Júiiusson.
Af þeim munu aðeins tveir, Guðmundur Sveinsson og Leó
Júiíusson taka vígslu nú i vor, eins og áður er getið. En
Vonandi liætast hinir kandídatarnir einnig fljótlega í hóp hinna
starfandi þjóna kirkjunnar. Verður því ekki neitað, að kirkj-
unni er nú fullkomin þörf á því, að fá að njóta starfskrafta og'
hæfileika allra þeirra, sem embættisprófi ljúka. Um þá þörf
vitna hin mörgu prestlausu prestaköll víðsvegar á landinu skýru
máli. Fólkið þráir að fá presta. Akurinn biður. En víngarðs-
mennirnir eru enn of fáir.
Vegna farar minnar til Vesturheims á síðastliðnum vetri og
mikilla embættisanna yfirleitt, vannst mér eigi tími til að sinna
hinum árlegu vísitazíuferðum eins mikið og ég hefði viljað og
tel fulla þörf á vera.
Á síðasliðnu sumri, dagana 13.—17. júli, visiieraði éy Austur-
Skaftafellsprófastdæmi, sem að visu er eitt af liinum minni
prófastsdæmum landsins en fremur örðugt yfirferðar.
Heimsótti ég allar kirkjur prófastsdæmisins og flutti þar mess-
ur og ræddi við söfnuðina og sóknarnefndirnar um safnaðar-
mál og kirkjulegt starf. Guðsþjónustur voru yfirleitt prýðilega
sóttar, áhugi safnaðanna mikill og ferðin hin ánægjulegata. Það
eina, sem olli mér verulegrar hryggðar var, að ég sá tvö af þrem-
ur prestssetrum prófastsdæmisins prestslaus. Og er það sannar-
legt áhyggjuefni livernig takast megi að fá presta til þess að
setjast að i þessum fögru en afskekktu héruðum. Er það bersýni-
legt, að einum manni, prófastinum í .Bjarnanesi, er það með
öllu ofvaxið til langframa, að þjóna þar einn heilu prófasts-
dæmi, sem bæði er víðáttumikið og klofið af mörgum óbrúuð-
um vatnsfölluin, bæði erfiðum og hætlulegum yfirferðar. Undr-
ast ég dugnað þann og þrek, sem prófasturinn sýnir i þessu
starfi.
Eg þakka svo prófastinum og söfnuðunum öllum samstarf og