Kirkjuritið - 01.06.1945, Blaðsíða 25
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
215
Síðasta Alþingi veitti allmikið ríflegri styrk til bygginga prests-
setiirshúsa og aðgerða eldri prestssetra en undanfarið. Var sann-
ariega brýn þörf fyrir þessa fjárveitingu, því bygging margra
prestssetranna er í hörmulegu ástandi, og á það áreiðanlega sinn
stóra þált i þvi iive mörg prestaköll standa nú oveitt og hafa
staðið undanfarin ár. En j)ó að veitt hafi verið %milljón tii
byggingar prestssetra á þessu ári, segir j)að í raun ogi veru lítið
til þess að bæta úr hinni miklu þörf nýbygginga, enda er kostn-
aðurinn við slikar bygingar nú orðinn 5—ö faldur miðað við
árin fyrir styrjöldina. En haldist þessi fjárveiting um næstu 5—6
ár og dýrtíð vaxi ekki frá því, sem nú er, er sennilegt, að að
þeim tíma liðnum, gæti bygging á flestum prestssetrum landsins
verið komin í nokkurnveginn viðunandi horf.
Bygging prestssetursins í Bjarnanesi, sem hafin var á síð-
asta ári, mun nú vera langt komin. Ennfremur er í smíðum
prestsseturshús í Ólafsvík. Á þessu ári hefir kirkjustjórnin á-
kveðið að hefja smiði ö prestseturshúsa og eru þau þessi:
1. Að Torfastöðum í Árnesprófastsdæmi, en þar brann prests-
setrið fyrir sköminu til kaldra kola, svo sem kunnugt er.
2. Að Hvammi í Dölum.
3. Að Kvennabrekku í Dölum.
4. Að Miklabæ i Skagafirði.
ö. Að Valþjófsstað i Norður-Múlaprófastsdæmi,
ö. Prestsseturshús í Reykjavik.
Ennfremur mun svo landbúnaðarráðuneytið hefja smíði prests-
seturshúss að Hvanneyri í Borgarfirði, samkvæmt þar um gcrð-
um samningi, er prestssetrið Hestur var afhent ráðuneytinu fyr-
lr tilraunabú í þágu landbúnaðarins, og hefi ég áður. á þetta
minnzt í öðru sambandi.
Þetta er að vísu stærra átak en gert hefir verið i þessuin mál-
um áður, cn því miður eru allar horfur á, að hið veitta fé muni
pkki nægja til þessara framkvæmda og verði þá að taka nokkuð
uf væntanlegri fjárveitingu næsta árs i þessu skyni.
Enn er þess að geta, að samkvæmt eindregnum óskum sókn-
arprestsins á Seyðisfirði hefir kirkjustjórnin fallizt á að selja
"i® gamla prestsseturshús þar, en kaupa í þess stað annað hús
og nokkru minna handa prestinum.
Á síðastliðnu ári skipaði kirkjumálaráðherra þriggja manna
nefnd til þess að athuga prestssetur landsins og gera tillögur
um framtíðarskipulagningu þeirra o. fl. Nefndina skipa: Gústav
A. Jónasson skrifstofustjóri, formaður, séra Sveinn Víkingur
hiskupsritari og séra Þorsteinn Briem prófastur á Akranesi. Hefir
ncfndin þegar viðað að sér nokkrum gögnum í málinu og mun