Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 55

Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 55
Kirkjuritið. Hinn frjálsi maður — hin frjálsa þjóð Eftir séra Jón Auðuns. Vér höfum nú fyrir skemnistu halclið hátíðleg't ársaf- mæli lýðveldisins, sem vér endurreistum á Þingvöllum í fyrra, og þá renndum vér huganum aftur á bak til lið- iuna ófrelsis- og niðurlægingarára. En þá varð oss einn- ig ljóst, að í mikilli þakkarskuld stöndum vér við alla þá, sem lögðu að þvi hug og hönd, að iiöggva smánar- fjötrana af þjóðinni. Voru það feður, sem vöktu börnum sínuni sanna þjóð- rækni. Voru það mæður, sem fóstruðu frjálshuga syni og djarfar dætur. Voru það skáldin, sem sungu inn i sálirnar þau sannindi, að í hjarta hvers góðs fslendings á að vera altari, lielgað henni einni, sem fóstrað hefir oss öll og fætt. Voru það skörungar, sem á þingi þjóð- arinnar vörðu réttindi landsins og sóttu mál þess. Eða voru það einhverjar af hinum nafnlausu hetjum, sem vér kunnum ekki skil á vegna þess, að þær unnu í kyrr- þei sitt göfuga verk. Já, hver sem hann var eða hún, vér hugsuðum til þeirra allra með þakklæti og virðing, en það eigum vér ekki aðeins að gera á viðhafnardögum í veizlusölunum, vér eigum oftar að gera það, og svo eftirminnilega, að það verði oss máttug hvöt til þess' að elska landið svo að vér verðum fús til fórna. Enginn annar mælikvarði er til á kærleikann en fórnarviljinn, sem liann vekur. Magn þess, sem vér viljum á oSs leggja, getur eitt sannað það, að vér elskum. Til eru orð eftir Pál postula, sem geta verið síendur- urtekið umhugsunarefni fyrir þjóð, sem einu sinni hefir glatað frelsi sínu en unnið það aftur:

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.