Kirkjuritið - 01.06.1945, Blaðsíða 42
232
Prestastefnan.
Júní-Júli.
liygli ríkisstjórnar og Alþingis á þvi, að þrátt fyrir þessa fjár-
veitingu er þörfin á þvi að endurbyggja prestsetur landsins svo
aðkallandi óg brýn i næstu framtíð, að margir söfnuðir lands-
ins eru nú prestlausir eingöngu vegna þess, að byggingar á j>rests-
setrunum þar eru enganveginn íbúðarhæfar og margir binna
þjónandi presta búa enn við búsnæði, sém teljast verður með
öllu óviðunandi.
Af þeim ástæðum skorar Prestastefnan á ríkisstjórn og Al-
þingi, að eigi verði veitt lægri uppliæð til bygginga prestssetra
á 5—6 næstu árum en árið 1945 L
Prestur að Hólum.
Prestastefna íslands, baldin í Reykjavík, dagana 20.—22. júní.
1945, skorar á Alþingi að semja sem fyrst lög um, að sérstakur
prestur verði búsettur að Hólum í Hjaltadal, og bafi hann um-
sjón með kirkju staðarins.
Framkvæmdir í Skálholti.
Prestastefnan lítur svo á, að ekki sé vansalaust, hvernig búið
er að hinu forna menntasetri Skálholti, og telur ekki sæmd stað-
arins að fullu borgið, ])ótt reistur verði búnaðarskóli á landar-
eign bans. Telur Prestastefnan, að fyrst og fremst þurfi að reisa
þar veglega kirkju, helzt í sama eða svipuðu fornri og dómkirkja
Brynjólfs biskups Sveinssonar var. í öðru lagi mælir Prestastefn-
an fastlega með því, að reistur verði menntaskóli heirn'a í Skál-
holti, og með því bætt úr þörf sveita landsins fyrir greiðan að-
gang til æðri mennta.
Önnur ályktun um sama efni:
Prestastefnan beinir þeirri ósk til Kirkjuráðs og kirkjumála-
nefndar, að gerð sé nákvæm áætlun um framkvæmdir þær í
Skálholti, sem sérstaklega skulu miða að því, að varðveita sögu-
legar og kirkjulegar minjar staðarins.
Sumardvöl presta.
Prestastefnan telur æskilegt, að nokkrum prestum norskum
eða dönskum verði boðið sem fyrst til sumarhvildar á íslandi —
og kýs 5 manna nefnd til að annast framkvæmdir í þeim efnum,
með væntanlegum stuðningi frá Kirkjuráði og einstökum kirkju-
vinum.
• í nefndina voru kosnir: Séra Sigurbjörn Á. Gíslason, séra
Bjarni Jónsson, séra Guðmundur Einarsson og séra Hálfdan
Helgason.