Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 14

Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 14
204 M. J.: Hin niikla nýsköpun. Júní-Júlí. urinn og stjórnmálamaður um aldarfjórðung. Ég hélt að þú værir farinn að þekkja skýin frá jörðunni. Já, það er einmitt það, sem mér finnst ég vera farinn að gera loksins. É.g sé betur og betur, að þetta er stað- reyndin, þetta, sem margir kalla draumóra og skýja- borgir. Mennirnir liafa alllaf verið glámskyggnir á það, hvað er varanlegt og livað hverfull. Samtíðarmenn Snorra hafa talið eignasöfnun lians, stjórnmálaþras, höfðings- skap og rausn til veruleikans, en bækurnar, sem hann setti saman, voru varla þess virði að nefna þær. Vinir Hallgríms Péturssonar vildu að hann hirti meira um efnahag sinn og gerðisl höfðingi, en auðurinn, sem hann var að skapa fyrir kynslóð eftir kynslóð, var í þeirra augum hálfgert fikt og óþarfi. Allstaðar sjáum vér skammt. Ef vér stöndum liti á köldum vetrardegi og sjáum ekkert kringum oss annað en hjarn og ís, helkalda og dauða náttúruna — er það þá ekki draumórar, að eftir nokkra mánuði verði hér mjúk og safamikil jörð, klædd ilmandi grasi og angandi blómum, leikandi í öllum litum, allt l)ólgið og iðandi af lífi? Vér skulum ekki láta vetur tilverunnar villa oss sýn, svo að vér förum að trúa svokölluðum raunsæismönn- um, sem sjá ekkert út fyrir sína þröngu holu. Vér skul- ekki láta þá skrökva neinu að oss um það, að veggirnir séu sannari en hin fjarlægu fjöll og blikandi hafið og loftið í kytrunni sannara en himinhvelfingin. Asklokið er enginn himinn. Það er hégómi en himin- inn raunverulegur. Nýr himin og ný jörð eru ekki draumórar heldur spámannasýn, dýpsti sannleikurinn, innsti veruleikinn. Svona á mannlifið að vera og svona verður það, hvenær sem mennirnir láta sér skiljast, að Guð er að bjóða þeim himin sinn hér á þessari jörð. Komi ríki þitt, biðjum vér í faðir vor. Já, leitum þess og þá er það hér, og þá mun allt annað veitast að auki. Þetta er dagsanna, þetta eitt er satt. Guð gefi að mennirnir mættu skilja það.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.