Kirkjuritið - 01.06.1945, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.06.1945, Blaðsíða 19
Kirkjuritið. Prestastefnan. 209 séra Magnús Hallgrimsson Thorlacíus prestur aö Reynistað og kona hans GuSrún Jónsdóttir bónda í GarSsvík. Séra Hallgríniur útskrifaSist úr menntaskólanum 1880 og lauk embættisprófi í guSfræSi 1888. Hinn 27. september sama ár var honum veitt Rípurprestakall í SkagafjarSarprófastdæmi og tók prestvígslu 30. s. m. Honum er veitt Glaumbæjarprestakall í sama prófastsdæmi 2. júlí 1894 og var prestur þar ti 1 fardaga 1935, er hann lét af embætti, en liafSi þó þjónustu Glaumbæjar á hendi um nokkur ár. Hann kvæntist 12. ágúst 1895 SigríSi Þor- steinsdóttur frá Kothúsum í GarSi, en lnin lézt 18. marz 1921. — Séra Hallgrímur var glæsilegur maSur í sjón, mikilhæfur prest- ur og fræSimaður. Ritaði hann allmargar greinar í blöS og tíma- rit, einkum um söguleg og málfræSiIeg efníi. Hann fékkst og all- mikið við kennslu á heimili sínu. Gengdi ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir sveit sína og var meðal annars sýslunefndarmaður í full 40 ár. Hann var vinsæll og vel látinn af söfnuðum sínum. Þessum látna bróður vil ég' fyrir hönd okkar allra og kirkj- unnar færa alúðarþakkir fyrir unnin störf, og bið Guð að blessa hann í æðra heimi. Minningu hans vottum vér virðingu og þökk rneð því að rísa úr sætum. Á annan dag Hvítasunnu, 2.1. maí, andaðist í Reykjavík fyr- verandi biskupsfrú Martha Maria Helgason, ekkja dr. Jóns bisk- ups Helgasonar. Hún var fædd 4. apríl 1866 í Horne á Suður-Fjóni, dóttir sókn- arprestsins þar Hans Hendriks Licht. Hinn 17. júlí 1894 giftist hún i Kaupmannahöfn cand. theol. Jón Helgasyni síðar biskupi, er þá hafði verið veitt 1. kennaraembætti við prestaskólann í Keykjavík, og fluttust þau til íslands samsumars. Mikill vandi var lagður á herðar þessari ungu konu, er hún fluttist hingað til lands og tók að sér forstöðu umfangsmikils heimilis, ókunn að mestu íslenzkum staöháttum og venjum og kunni þá ekki íslenzka tungu. En þetta vandasama hlutverk leysti hún af liendi með mikilli prýði og var manni sínum sam- hent i öllu og hinn tryggasti förunautur. Hún var söngelsk hona og blómelsk, umhyggjusöm húsfreyja og ástrík móðir. Vér vottum minningu hinnar látnu biskupsfrúar virðingu vora og þakkjæti með því að rísa úr sætum. Þrjár prestsekkjur létust á árinu. María Elisabet Jónsdóttir frá Grenjaðarstað, ekkja séra Helga P. Hjálmarssonar, merk hæfi- leika kona, söngelsk mjög og vel látin. Hún var dóttir séra Jóns Björnssonar fyrv. prests í Stokkseyrarprestakalli og konu hans Ingiþjargar Hinriksdóttur, fædd 1. janúar 1866.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.