Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 26

Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 26
216 Prestastefnan. Júní-Júli. sennilegast ferðast eitthvað um i sumar til þess að atliuga ein- stök prestssetur. Er ekki vafi á, að brýn þörf er á því, að köma byggingamálum prestssetranna i betra horf, enda gildandi lög- gjöf um þessi efni orðin úrelt og ófullnægjandi vegna breyttra aðstæðna og þeirra stórfeldu verðbreytinga, er orðið hafa á sið- ustu árum. Enn er þess að geta, að samkvæmt tillögu, sem samþykkt var á síðustu prestastefnu, skipaði kirkjumálaráðberra 3ja manna nefnd til þess að gera tillögur um skipulagningu kirkjulegs starfs og ýmsra málefna kirkjunnar. í nefnd þessari eiga sæti biskup, sem er formaður liennar, prófessor Ásmundur Guðmundsson, tilnefndur af Prestafélagi íslands og séra Jón borvarðsson prófastur í Vík. Hefir nefnd þessi þegar haldið allmarga fundi. Verkefni nefndarinnar er mjög víðtækt og yfirgripsmikið og verður ekki lokið á skömmum tíma. Enn er starfi hennar ekki komið það langt, að ég telji rétt að skýra nánar frá því að svo stöddu. Á síðasta Alj)ingi voru afgreidd þrenn lög, er sérstaklega snerta kirkjumálin. Launalögin, lög um stofnun dócentsembætt- is í guðfræði við Háskólannn, er bundið sé við nafn séra Björns Magnússonar á Borg og lög um tvíritun kirkjubóka. Skal nú vikið að lögum þessum ofurlítið nánar. í sambandi við afgreiðslu launalaganna sparaði ég hvorki vinnu né fyrirhöfn til l>ess að stuðla að því, að kjör prestanna mættu verða sæmileg og i samræmi við launakjör annarra starfs- manna þess opinbera, en það liafa þau enganveginn verið und- anfarið. Um árangurinn kunna að verða skiptar skoðanir, og vill svo jafnan verða, að sitt sýnist bverjum, en yfirleitt liygg ég þó, að ekki verði með réttu sagt, að formaður Prestafélags íslands ])róf. Ásmundur Guðmundsson og ég höfum ekki reynt, eins og i okkar valdi stóð, að stuðla að viðunandi lausn þessara mála á Alþingi. Við framkvæmd launalaganna nýju hafa eðlilega komið fram allmörg vafa atriði og vandamál, að því er flestar stéttir snertir og þá ekki síður prestastéttina. Að því er prestastéttina snertir kemur einkum til álíta: 1. Embættiskostnaður, hversu greiða skuli. 2. Mat á prestssetursjörðum. 3. Afgjald af prestsseturshúsum. 4. Styrkur til þeirra presta i kaupstöðum, sem eigi hafa enn fengið nein prestssetursbús til íbúðar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.