Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 27
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
217
Til þess aö skýra afstöðu niína til þessara mála, tel ég rétt, að
Jesa yður bréf um þetta efni, sem ég ritaði ráðuneytinu þann 5.
april síðastliðinn og er á þessa leið:
5. apríl 1945.
Við framkvæmd hinna nýju launalaga, er samþykkt voru á
Aljjingi 2. marz siðastliðinn, koma eðlilega ýms atriði til at-
hugunar og úrskurðar viðvíkjandi launum hinna ýmsu starfs-
manna.
Leyfi ég mér í þessu hréfi, að vekja athygli hins háa dóms-
og kirkjumálaráðuneytis á nokkrum atriðum viðvíkjandi presta-
stéttinni og einstökum starfsmönnum kirkjunnar sérstaklega.
1. Embœttiskostnaður presta.
Með iögum nr. 36, 8. sept. 1931 var ákveðið að sóknarprestum
skuli greiddur ferða- og skrifstofukostnaður embætta sinna með
500—700 kr. árlega.
Þar sem lög þessi eigi hafa sérstaklega verið úr gildi felld og
þau virðast eigi heldur koma í bág' við launalögin sjálf þar
sem 37. grein þeirra aðeins fjallar um niðurfellingu skrifstofu-
fjár embættismanna, sem ætlað hefir verið til launa starfsfólks,
er lög þessi taka til, virðist einsætt, að emhættiskostnað presta
heri að greiða einnig framvegis.
Sá kostnaður gengur ekki til iauna starfsfólks, er taiið er í
launalögum, heldur er hann greiðsla fyrir flutning og fylgdir
prestsins, greiðsla upp í ritföng og skrifstofuáhöld og loks end-
urgreiðsla fyrir messuskrúða prests (hempur og kraga) og við-
Lald hans og endurnýjun.
Sýnist því ekki til mála koma, að svipta prestana þessari sér-
stöku þóknun, þar sem hún er embættislaunum sem slíkum alger-
lega óviðkomandi. Prestar nninu og vera hinir einu embættis-
menn ríkisins, sem skyldaðir eru til þess að bera dýran embætt-
isbúning án þess bið opinbera leggi þann búning til, að því sem
mér bezt er kunnugt.
2. Húsaleigustyrkur nokkurra presta.
Prestunum i Reykjavík, þeim sem ríkið eigi sér fyrir liúsnæði,
hefir sem kunnugt er, verið greitt árlega kr. 2400.00, sem þókn-
11 n vegna þess, að ríkið hefir ekki fullnægt þeirri skyldu, að sjá
þeim fyrir prestsseturshúsum. Síðan hefir aðstaða þessara presta
•h þess að afla sér sæmilegs húsnæðis enn versnað með húsa-
Þdgulögunum, enda búa þeir yfirleitt við allsendis ófullnægjandi
húsakynni. Vonandi verður unnt úr þesu að bæta á næstu árum