Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 28

Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 28
218 Prestastefnan. Júní-Júli. og byggja yfir þcssa p'resta sæmileg íbúðarhús. En þangað til það verður gjört virðist öl 1 sanngirni mæla með ])ví, að liúsa- leigustyrkurinn til þeirra haldist óbreyttur. Yið það að styrkur ])essi félli niður, mundi skapast mjög tilfinnanlegt misræmi milli þeirra presta í bænum, sem húsnæðislausir eru og hinna, sem ])egai- hafa fengið sæmileg og jafnvel prýðileg íbúðarhús frá því opinbera. Jafnvel þótt eftirgjald prestsseturshúsa kynni að verða nokkuð hækkað frá því sem nú er, sem þó er engan veginn víst, verður því ckld neitað að stórfelldur aðstöðumunur er þeirra presta, er fengið hafa prestsseturshús og hinna, sem enn hýrast i ófullkomnum og þröngum leiguhúsakynnum. 3. Heimatekjur presta. í 34. gr. launalaganna er gert ráð fyrir, að yfirskattanefndir meti árlega hlunnindi þau, sem gohlin eru í fríðu. Við þetta sé ég ekkert að athuga, hvað prestana snertir, að þvi er til jarðnæðis og lilunninda tekur. Aftur á móti leyfi ég mér að leggja til, ag prestsseturshúsin verði undanþegin þessu ákvæði, að minnsta kosti fyrst um sinn. Um þau gilda sérstök lög, hæði um byggingastyrk þeirra, byggingalán, árlegt afgjald, viðhaldsskyldu, greiðslu brunabóta- gjalds, fyrningarsjóðsgjald o. s. frv. Virðist því mikið vanda- verk að meta eftirgjald eftir þessi hús réttilega, og varla von að yfirskattanefndir geti haft fullan kunnugleik á þessu eða að mat þeirra yrði í fullu samræmi í liinum ýmsu umdæmum. Tel ég hitt réttara, að endurskoðuð yrðu rækilega lögin um hýsingu prestssetra, og sett síðan ný löggjöf um það efni. Mun og sérstakri stjórnskipaðri nefnd, Skipulagsnefnd prestssetra liafa meðal annars verið falin slik endurskoðun, og virðist mér rétt að híða álits hennar um þessi efni, áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar á núverandi gjaidi eftir prestsseturshús landsins. 4. Laun vígslubiskiipsins ú Akureyri. Þar sem vígslubiskupinn á Akureyri er nú jafnframt prófastur í einu stærsta prófastsdæmi landsins, virðist ekki lijá þvi verða komist að greiða lionum sérstaklega fyrir það starf. Vigslubiskupslaunin eru kr. 9000.00 á ári. Hámarkslaun presta eru kr. 84000.00 en prófastlaun kr. 9000.00. Sýnist þvi rétt, að við vígslubiskupslaunin kr. 9000.00 verði bætt prófastslaunum, sem miðuð við bámarksl. presta eru kr. 9000.00-í-8400.00 eða kr. 000.00. Ættu þá laun vígslubiskupsins á Akureyri, sem jafnframt er prófastur, að vera kr. 9000.00 + kr. 000.00 eða kr. 9000.00.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.