Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 30

Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 30
220 Prestastefnan. Júní-Júli. Háskólann, vil ég taka það fram, að menntamálaráðherra hefir ekki enn skipað í stöðu þessa. Fh’ dráttur þessi að ýmsu ieyti dálitið bagalegur, þar sem ekki hefir verið hægt að slá Borgar- prestakalli upp til þessa. Á þvi leikur ekki vafi, að séra Björn á tvímælalausa kröfu á því, að vera skipaður i þetta emhætti nú þegar. Þar sem 80 prestar kirkjunnar liafa undirritað áskor- un til Alþingis um stofnun þessa embættis, leyfi ég' mér að skjóta því til prestastefnunnar hvort lienni sýnist ekki rétt, að láta í ijósi vilja sinn um l>að, að lögunum verði framfylgt þegar i stað. Að lokum vil ég aðeins lauslega drepa á lögin um tvíritun kirkjubóka. í þeim er ákveðið að tvírita skuii manntals- og ministerialbækur frá 1. janúar 1945. Ut af fyrir sig er ekki nema gott um það að segja, að kirkju- bækur séu tvíritaðar og að héraðsbókasöfnin fái annað eintak- ið, því þær geyma ómetanlegan fróðleik. Hinsvegar virðist svo, að málið hafi naumazt fengið nægilegan undirbúning áður en það var afgreitt. .Bersýnilegt var, að prentun slíkra bóka og band hlaut að taka mikinn tíma, enda mun prcntun þeirra ekki Itafin enn, þótt lögin hafi átt að vera komin til framkvæmda fyrir hálfu ári. Þessi prentun kostar og óhemju mikið fé, þar sem hver bók innbundin mun kosta nú fullar 100 krónur. Þá er og óleyst það spursmál, hver greiða eigi það starf að afrita bæk- urnar. Það starf er að vísu í lögunum ætlað sóknarnefndunum, en hinsvegar virðist það liggja í augum uppi, að eigi sé hægt að skylda sóknarnefndirnar (il þess að vinna það verk endur- gjaldslaust, en til launa fyrir þetta starf er ekkert fé veitt. Virð- ist mér eigi koma til mála, að þetta verði greitt af sjóði kirkn- anna og það því siður, þar sem bækurnar eiga, er skrifaðar hafa verið, hvorki að vera í eigu né umsjá safnaðanna. Ég hefi vakið athygli ráðuneytisins á þessum atriðum, en endanleg svör hafa ekki borizt, og lögin ekki komið til framkvæmda enn. Söngmálastjóri þjóökirkjunnar, Sigarður Birkis, hefir enn sem undanfarið starfað að stofnun kirkjukóra og bættum safn- aðarsöng, og verður það. starf umfangsmeira með hverju ári sem líður. Eins og á síðastliðnu synodusári, var honum um tíma ráðinn aðstoðarmaður við starfið, og þóknun til hans greidd úr Presta- kallasjóði. Starfaði aðstoðarmaðurinn, Kjartan Sigurjónsson, söngvari, í tvo mánuði á vegum söngmálastjórans og var starf hans af hendi leyst með ágætum. Á síðastliðnu hausti sigldi Kjartan til Englands til framhalds-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.