Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 31

Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 31
Kirkjuritið. Prestastefnan. 221 háms i söng, en veiktist síðari liluta vetrar og andaðist eftir skanuna legu. Er að þessum unga efnilega manni mikil eftirsjá. Hæfileikar hans voru frábærir, og mátti hiklaust vænta þess, að íslenzku kirkjunni hefði orðið geysimikill styrkur að starfi Iians og áhuga, ef honum hefði enzt aldur og heilsa. Minningu þessa mæta manns viljum við votta virðingu og eftirlifandi eiginkonu hans, ættingjum og mörgu vinum hlut- tekningu með því að risa úr sætum. Alls liafa þeir, söngmálastjóri og aðstoðarmaður lians, stofn- að á synodusárinu eða séð um að stofnaðir væru 23 kirkju- kórar í 8 prófastsdæmum. Munu þá alls hafa stofnaðir verið og starfræktir að tilhlutun söngmálastjóra (i(i kirkjukórar. Þann tíma, sem söngmálastjóri dvaldi í Reykjavik, kenndi hann bæði söng og orgelleik og var sú kennsla einkum fólgin í því: 1- Að kenna guðfræðinemum i Háskólanum söng og tón. Voru þátttakendur þar alls 14. 2. .4d kenna efnilegum söngvurum úr Reykjavík söng, gegn því, að þetta fólk syngi endurgjaldslaust í kirkjukórum hér í Reykjavík. AIls nutu 4 nemendur þessarar kennslu, þar á meðal söngvararnir Guðrún Á. Símonar og Marius Sölvason. 3. ,4ð' kenna organistum utan af landi söng og söngstjórn. Þátt- takendur voru G. Eins og undanfarin ár kenndi herra Kristinn Ingvarsson org- anisti í Reykjavík organleik á vegum kirkjunnar. Nutu þeirrar kennslu 7 organistar búsettir utan Reykjavíkur og ennfremur tveir guðfræðinemar úr Háskólanum. AUmargir kirkjukórar héldu hljómleika á árinu eða alls 19 °g þrír sungu 1 útvarp. Allt ber þetta vott um öran gróanda í sönglífi safnaðanna og oiá það vera oss prestunum mikið fagnaðarefni. Góður kirkju- songur er og verður jafnan áhrifamikill þáttur i kristnihaldi þjóðarinnar og því verður söngmálastjóra og söfnuðum lands- 'ns seint fullþakkað það mikla starf og sá áhugi að bættum kirkjusöng, sem einkennt hefir þessi undangengnu ár, síðan em- hætti söngmálastjóra var stofnað. Prentun sálmabókarinnar er nú að mestu lokið, og mun hún koma á bókamarkaðinn næstu daga. Drátturinn á útkomu henn- ar hefir orðið lengri en ég liefði óskað og kosið, en til þess hafa legið margar ástæður, sem ekki þykir ástæða að rekja hér nánar.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.