Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 36

Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 36
226 Prestastefnan. Júní-Júlí. Á öndverðu þessu ári urðu erkibiskupaskipti í Englandi og tók dr. Geoffrey Fisher við því veglega starfi. Af þessu tilefni sendi ég hinum nýkjörna erkibiskupi svolátandi skeyti: „Fyrir hönd íslénzku kirkjunnar og fyrir mína hönd persónu- lega sendi ég yður hjartanlegar árnaðaróskir. Megi Guð blessa yður og kirkju yðar.“ Sigurge ir S ignrffss o.n. Nokkru síðar barst mér bréf frá erkibiskupinum á þessa leið: „í nafni drottins vors Jesú Krists, sendi ég mínum elskaða bróður í Kristi, dr. Sigurgeir Sigurðssyni kveðju mína. Uni leið og ég minnist með þakklæti þeirrar vináttu, sem fyr- ir forsjón Guðs liefir um margra ára skeið verið milli kirkna vorra, vil ég formlega tilkynna yður, að ég hefi tekizt á liendur erkibiskupsembættið af Kantaraborg, sem yfirldskup Englands, og sem eftirmaður liins ástsæla erkibiskups Williams, en lát lians liarmar gjörvöll kristnin. Eftir að hafa verið lögiega kjörinn til erkibiskupsdóms, og eftir að kjör mitt hafði verið löglega staðfest af lians hátign Georg konungi VI. samkv. þvi, sem fyrir er mælt í stjórnarskránni, tólc ég við störfum 2. dag febrúar 1945, en var löglega settur inn í embættið og á liinn fornfræga stól hins heilaga Ágústinusar l'immtudaginn 19. apríl. Ég vona, að hin traustu bræðrabönd, sem tengt hafa fyrirrennara okkar saman, megi lialdast og styrlcj- ast okkar í millum, og bræðralagið í Kristni drottni vorum og frelsara, sem samtengir kirkjur okkar, megi þróast og vaxa með gagnkvæmum skilningi og samstarfi Guði til dýrðar og til efling- ar ríkis lians hér á jörðu, sönnum friði til styrkingar og öllu mannkyni til þroska og velfarnaðar. Um leið og ég bið yður að minnast mín í bænum yðar, svo og þeirrar kirkju, sem ég nú hefi verið kallaður til að veita forstöðu, bið ég yður, prestastéttinni og þjóð yðar ríkulegrar blessunar Guðs. Yðar einlægur bróðir i Kristi. Geoffreg Cantnar, erkibiskup af Kantaraborg og höfuðbiskup Englands. Friðurinn í Evrópu og þá ekki sízt endurheimt frelsi frænd- þjóða vorra í Danmörku og Noregi eftir langa áþján, varð okk- ur öllum og íslenzku þjóðinni í heild óblandið og mikið fagn- aðarefni. í tilefni þessara gleðilegu atburða sendi ég' hans liátign Krist- jáni X. konungi samfagnaðarskeyti, og svo Sjálandsbiskupi

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.