Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 38

Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 38
228 Prestastefnan. Júní-Júlí. ])aÖ meðal annars fyrir útvarpskvöldi, er þótti nijög vel takast, K.F.U.M hefir sarfað með svipuðum hætti og undanfarið. Prestarnir i Reykjavík hafa starfrækt félög ungmenna í sókn- um sinum og fleiri prestar víða um landið munu hafa haft með höndum kristilegt starf meðal unglinga. Er áreiðanlega mikil ])örf á því að efla slíkt starf, því að það er æskan, sem á að erfa landið. Prestastefnan. Prestastefnan sett. Prestastefna íslands var háð i Reykjavík dag- ana 20.—22. júní síðastliðinn að báðum þeim dögum meðtöldum. Sátu hana 78 prestvígðir menn auk nokkurra guðfræðikandídata og guðfræðinema, og var ein með þeim fjölsóttustu, sem liáð hefir verið Svo sem venja er til, hófst prestastefna þessi með guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni. Sú athöfn l)yrjaði kl. 1 e. h. miðvikudag- inn 20. júní. Altarisþjónustu höfðu á hendi séra Friðrik J. Rafn- ar vígslubiskup á Akureyri og séra Friðrik Hallgrímsson dóm- prófastur, en Dr. Magnús Jónsson prófessor sté í stólinn. Lagði hann út af orðunum í 21. kapítula Opinberunarbókarinnar' um nýján himin og nýja jörð. Drap hann á þá miklu nýsköpun ver- aldar, er nú stæði fyrir dyrum, eftir eyðileggingu og liörmung- ar ófriðaráranna. Að vísu væri það hin mesta nauðsyn að skapa uýja jörð — búa mönnunum betri lífsskilyrði og lífskjör, en sú nýsköpun yrði þó aðeins yfirborðsháttur og lijóm, ef hinum nýja himni væri gleymt. „HÖfundur Opinberunarbókarinnar tal- ar ekki um nýjan himin eða nýja jörð, heldur nýjan liiniin og nýja jörð“, sagði prófessorinn. „Þetta tvennt þarf að fylgjast að, ef vel á að fííi’a.“ Prédikunin er birt hér í ritinu. Að lokinni prédikun fór fram altarisganga og voru flestir við- -staddir prestar til altaris. Yfir kirkjuathöfninni hvíldi mikil! virðingar- og helgiblær. Henni var útvarpað. Kl. 4 e. h. söfnuðust prestarnir saman í hinni fögru kapellu Háskólans. Söngmálastjóri Sigurður Birkis og Þórarinn Guð- mundsson fiðluleikari léku samleik á orgel og fiðlu. Síðan las biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, ritningarkafla og flutti bæn. Þá var sunginn sálmur sá eftir séra Böðvar Bjarnason f. prest að Hrafnseyri, sem birtur er hér að framan. Eftir það var gengið í fundarsal og prestastefnan sett. Bisk- upinn ávarpaði prestana og flutti síðan ítarlega-skýrslu um störf og hag kirkjunnar á liðnu synodusári. Er ávarp biskups og skýrsla hans prentuð á öðrum stað í ritinu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.