Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 39
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
229
Nokkrar umræður urðu um skýrslu biskups, en síðan var
kosið í nefndir og fundum frestað til næsta dags.
Kl. 8.30 um kvöldið flutti séra Jakob Jónsson opinbert erindi
í Dómkirkjunni á vegum prestastefnunnar. Nefndi lfann þetta
erindi: Effli frjálslyndis. Var því útvarpað.
Morguninn eftir bófust fundir að nýju, að afstaðinni morgun-
bæn, er séra Jón Kr. ísfeld prestur að Bíldudal flutti.
Þann dag, svo og næsta dag, var tekið fyrir og rætt aðalmál
prestastefnunnar að þessu sinni: Starfshæitir kirkjunnar á kom-
andi tiff.
Framsöguerindi fluttu þeir: .Biskupinn, séra Friðrik Hall-
grímsson og séra Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ.
Mál ]>etta var rætt af miklum áhuga. Ríkti yfirleitt fullur
skilningur á því, að með nýjum og breyttum tímum yrðu starfs-
hættir kirkjunnar einnig að taka verulegum breytingum til þess
að hún nái sem bezt með boðskap sinn til þjóðarinnar. Til þess
yrði hún að nota sér hin áhrifamestu tæki; sem nútiminn yfir—
leitt íiotar til þess að ná eyrum alþjóðar, s. s. blöð, útvarp og jafn-
vel kvikmyndir. Ennfremur rikti mikill ábugi á því að koma upp
sem allra fyrst kirkjuhúsi i Reykjavík, er yrði í framtiðinni
miðstöð hins kristilega starfs, svo og þvi, að efla kirkjulega
fræðslu og kristileg áhrif í skólum landsins.
Voru í sambandi við þetta mál, samþykklar nokkrar tillögur
og voru þessar helztar:
Kirkjuhús i Reykjavik.
1. Prestastefna íslands telur byggingu kirkjuhúss í Reykjavík,
er verði miðstöð hins kirkjulega starfs í framtíðinni, bið mesta
nauðsynjamál og þakkar biskupi ábuga bans og forgöngu í því
máli.
Samþykkir prestastefnan að befja þegar nauðsynlegan und-
irbúning að frekari framgangi málsins með þvi:
1. Að prestarnir bindist samtökum um að leggja fram allt að
1000100 kr. hver til hinnar væntanlegu byggingar, og greiðist
þetta fé til biskupsins á þessu og næsta ári (1945 og 1946).
2. Að skora á Kirkjuráð að verja til byggingarinnar að minnsta
kosti 100 þúsund krónum af tekjum Prestakallasjóðs á þessu ári.
3. Að prestar landsins beitist fyrir frjálsum samskotum með-
al safnaða sinna til hins fyrirliugaða kirkjubúss nú þegar.
4. Að fela biskupi að vinna að því við rikisstjórnina, að hún
taki upp á næstu fjárlög ríflega fjárveitingu til byggingar kirkju-
búss í Reykjavík, meðal annars með tilliti til þess, að skrifstofum
biskupsembættisins verði komið fyrir í húsinu.