Kirkjuritið - 01.06.1945, Blaðsíða 41
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
231
HJé varð á umræðum milli kl. 2 og 3, og þá haldinn .Bibliu-
félagsfundur og biskup átti sérstakan fund með próföstum lands-
ins.
KI. 4.30 hófust umræður að nýju bæði um starfsliætti kirkj-
unnar og ýms önnur mál. Stóðu l)ær umræður allt til kvölds
og voru allmargar tillögur samþ'ykktar og skal hér getið hinna
helztu:
l
Húslestur.
Prestastefna íslands telur nauðsyn bera til, að prestar reyni
eftir fremsta megni, að fá sem flest heimili til að taka upp hús-
lestra að nýju og yfirleitt efla alla heimilisguðrækni.
Trúmálafundir.
Prestastefna ályktar að beina þeim tilmæilum lil prófasta
landsins, að þeir beiti sér fyrir þvi, að trúmálafundir verði
haldnir árlega i prófastsdæmum þeirra á sem lientugustum stað
og tíma.
I) ós enlsembættið.
Prestastefna íslands leggur áherzlu á, að kennslan i guðfræði-
deild Háskólans verði aukin svo sem 3. gr. laga nr. 31. 12 febr.
1945 mælir fyrir og skorar á ríkisstjórnina að sjá um, að skip-
aður verði nú þegar dósent við deildina, svo sem nefnd lög
mæla fyi-ir um.
y in.nuskúli.
Prestastefna íslands skorar á ríkisstjórnina að láta ekki drag-
ast að stofna vinnuskóla fyrir siðferðislega vangæfa unglinga.
ó irkjubyggiiN/ur.
Par sem sýnt er, að söfnuðum landsins er það yfirleitt fjár-
hagslega ofvaxið að reisa af eigin ramleik kirkjur, er samsvari
kröfum timans eða líklegt sé, að framtíðin geti sæmilega við
unað, skorar Prestastefna íslands á rikisstjórn og Alþingi að
•aka til alvarlegrar íluigunar framkomið frumvarp Gísla Sveins-
■sonar forseta sameinaðs Alþingis, um ríflegan styrk til kirkju-
hygginga i landinu, enda sé það tryggt, að eignar- og umráða-
rettur safnaðanna yfir kirkjunum sé á engan liátt skertur.
prestsseturshús.
Uin leið og Prestastefnan þakkar Alþingi liækkaða fjárveit-
lngu ^ hyggingar prestssetursbúsa, leyfir hún sér að vekja at-