Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 43

Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 43
Kirkjuritið. Prestastefnan. 233 Af öðrum samþykktuni má nefna: 1. Tillaga um að senda 3 prestlærða menn utan til þess að kynnast starfsháttum kirkna erlendis. 2. Áskorun á kirkjustjórn, að greiða nú þegar af höndum andvirði seldra prestsmata til kirknanna samkv. lögum þar um. 3. Mótmæli gegn þvi, að það mat, sem gert er ráð fyrir í launalögunum nýju á heimatekjum, verði látið ná til prestsset- urshúsa, þar sem um þau gilda sérstök lagaákvæði. 4. Ósk um að séra Þorsteini Briem prófasti verði greidd full laun, ef hann neyðist til að láta af embætti sökum heilsu- brests. Að 'loknum umræðum ávarpaði biskup prestana, brýndi fyrir þeim þá miklu ábyrgð, sem á þeim hvíldi í hinu mikilvæga starfi, þakkaði þeim samstarfið á Prestastefnunni og árnaði þeim góðrar heimkomu og blessunar Guðs í nútíð og framtíð. Siðan var gengið inn i kapelluna, og las biskup ritningarkafla og flutti hjartnæma bæn, en sáhnar voru sungnir á undan og eftir. Að því búnu var Prestastefnunni slitið. Um kvöldið sátu svo prestarnir boð á heimili biskupshjón- anna. Prestastefnan sendi heillaóska og árnaðarskeyti kirkjumála- ráðherra Ernil Jónssyni, Stórstúku-þingi fslands, sem þá var háð í Reykjavik, forseta evangelisk lútherska kirkjufélags Vest- ur íslendinga, séra Haraldi Sigmar, forseta Sambandssafnaðar- ins vestra séra Philip Péturssyni og prófessor dr. Richarði Beck forseta Þjóðræknisfélagsins. Henni bárust og þessi skeyti: frá kirkjumálaráðherra, stór- templar i nafni Stórstúkuþings, forsetum lútherska kirkjufélags- ins og Sainbandssafnaðanna vestra og prófessor Ásmundi Guð- niundssyni, er staddur var sem fulltrúi islenzku kirkjunnar á UO ára afmælisþingi lútherska kirkjufélagsins. Einnig barst prestastefnunni einkar hlýlegt og fagurt ávarp O’á prófessor Ricliard Beck. Prestastefna þessi var eigi aðeins mjög fjölsótt, eins og áður er sagt, heldur ríkti þar mikill áhugi um aukið starf kirkjunnar á komandi tið. S. V.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.