Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 50

Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 50
240 Jakob Jónsson: Júní-Júlí. söfnuði og sýndi í því meira frjálslyndi en áður hafði ríkt. En frjálslyndi lians kom fram í því, að liann vildi viðurkenna kristilegt trúarlíf þessa fólks, þótt það upp- fyllti ekki þau skilyrði, sem þrengri og eldri trúarvenjur höfðu sett. Frjálslyndi þessa vitrings sást einnig í um- hurðarlyndi lians við þá, sem neyttu fórnakjötsins. „Alil mér leyfiiegt, en ekki er allt gagnlegt11.1) Sjaldnar hefir frelsis i andlegum efnum verið ákveðn- ar krafizt en með orðunl Marteins Lúthers á þinginu i Worms, er hann lýsti því yfir, að liann teldi það hættu- legt fyrir manninn að breyta gegn sannfæringu sinni og samvizku. Og með eigin hreytni sinni þá undirstrikar hann rétt einstaklingsins til frjálsrar trúar gagnvart ytra valdboði. • Ég hefi hér alls ekki leitast við að segja sögu frjáls- lyndisins innar kristninnar, heldur aðeins að draga fram fáein dæmi, sem i heild sinni sýna það, að frjáls- lynd hugsun og frjálslynd viðhorf koma fram ýmist hjá þeim, sem lialda fram gömlum eða nýjum kenningum. Hinn norræni blótmaður og faríseinn Gamalíel eru háð- ir fulltrúar gamaltrúaðra manna á sinni tið. Páll postuli, liöfundur Fósthræðrasögu, forystumenn hinnar íslenzk- kaþólsku kirkju og siðbótafrömuðurinn Marteinn Lútli- er eru úr hópi hinna ný-trúuðu liver með sinni kynslóð. En allir virða þeir hugsunarhátt frjálslyndisins. Það má ef til vill finna það að þessum mönnum, að enginn hafi verið algjör i þvi að lifa og starfa samkvæmt hugsjón frjálslyndisins. En það liefir löngum verið hið sára hlutskipti vor mannanna að vera að meira eða minna leyti í ósamræmi við liæztu hugsjónirnar, sem vér hyll- um, hvort sem þar er um að ræða hugsjón trúar, kær- leika eða frelsis. En þrátt fyrir það getum vér látið oss nægja þessi dæmi til að sýna, hvað við er átt með frjáls- x) „Allt er mér leyfilegt, en ég má ekki láta það fá vald yfir mér.K

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.