Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 51

Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 51
Kirkjuritið. Eðli frjálslyndis. 241 lyndi í sönnustu merkingu. En það verður ávallt fyrst og fremst í því fólgið, að vilja hvorkr gerast kúgari ann- arra í andlegum efnum né heldur þola öðrum slika kúgun. Hin síðustu ár, sem vér nú höfum lifað, hafa verið stríðs og styrjaldartími. En skærustu ljós þessarr- ar dimmu aldar hafa verið' þeir menn, sem heldur vildu þola þjáningar og dauða en lifa við andlegt einræði og kúgun hugsunarinnar. í hópi þessarra píslarvotta frjálsr- ar liugsunar hafa þjónar og hörn kirkjunnar víða staðið í fremstu röð. Þeir liafa sýnt, að dæmi meistarans sjálfs stöð þeim enn Ijóst fvrir hugskotssjónum, og skyldi þó enginn vera það barn að lialda, að sá hópur hafi allur verið samferða í trúarkenningum eða trúfræði. Mér finnst eins og séra Kaj Munk hafi ósjálfrátt haft þetta í huga, þegar hann í prédikun sinni um góða hirðinn (hls. 18) lítur í anda yfir múginn, sem er saman kominn á engi Paradísar. „Þar eru allir samankomnir, — kaþólsk- ir og mótmælendur, heimatrúhoðsmenn og Grundtvígs- sinnar, menn, sem liafa frið um skoðanir hver annars, og menn, sem af misskildu vandlæti hafa misþvrmt liver öðrum fvrir sakir trúarinnar, — hið heiðna göfugmenni, .... og sjálfur situr hirðirinn á Golgatahæð“. •En — nú liggur heint fvrir að koma með þá spurn- ingu, livort frjálslyndi hljóti þá ekki að leiða til þess, að menn láti sér á sama standa um allt. Frjálslyndi sé sama og marglyndi og kæruleysi. Þau dæmi, sem ég hefi brugðið upp, sýna allt annað. Þau sýna einmitt, að sannfrjálslyndur maður játast und- ir æðra vald en sjálfan sig. Það vald er sannleikurinn, hvort sem hann er alda-gamall eða frá því í morgun. Hann hersl því á móti því, sem í lians augum er villa, jafnvel þótt það sé sannleikur í augum annars manns. En sé hann sannfrjálslyndur, lieyir liann þá barattu með fullri virðingu fyrir andstæðingi sínum, sannleiks- ást hans og sannleiksþrá. Hann skoðar bæði hann og sig sem samherja í því, sem mestu skiptir, leitinni að sann-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.