Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 58

Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 58
248 J.A.: Hinn frjálsi maður - hin frjálsa þjóð. Júni-Júlí. ur liann að hlýða þvi, sem óvinir lians hjóða. Nei, liann er ekki frjáls. — Og þó er það svo, að í örbirgð þessa manns felst sá eini auður, sem nokkru verulegu máli skiptir að eignast, og í fjötrum lians hið eina frelsi, sem skapar farsæld og' hlessun lijá frjálsri þjóð. Það er ólnigsandi, að farsæld geti hlómgast hjá nokk- urri þjóð, þótt hún njóti stjórnarfarslegs frjálsræðis, ef samvizkur horganna eru ekki frjálsar. Svo lengi sem vilji mannanna er bundinn af blindum ástríðum, mun kapplilaupið eftir að svala þeim girndum Iialda áfram að skapa mönnunum bölvun í stað blessunar, fjötra i stað frelsis. Við þessari mestu meinsemd mannlífsins gagnar engin stjórnlagabót, heldur aðeins hið innra frelsi einstaklinganna, frelsið, sem fæst með Krist sem leiðtoga og meistara. „Til frelsis frelsaði Kristur oss. Standið því fastir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok". Tveir nýir prestar. Sunnudaginn 24. júni, að Prestastefnunni nýafstaðinni, vígði biskup landsins tvo af guðfræðikandidötum þeim, er luku em- bættisprófi í vor, þá Guðmund Sveinsson, sem er settur prestur í Hestþingum í Borgarfjarðarprófastsdæmi, en situr á Hvanneyri og Leó Júliusson, sem er settur prestur í Hofsprestakalli í Suð- ur-Múlaprófastsdæmi og situr á Djúpavogi,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.