Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 23

Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 23
PRESTASTEFNAN 1955 309 Séra Þórður er góðmenni og glæsimenni, sem vill í hvívetna vinna það gagn, er hann má. Hefir hann fyrir það orðið vin- sæll af mörgum. Prestsverk sín hefir hann viljað vanda sem bezt, og hefir fögur rödd hans prýtt alla altarisþjónustu. Hann leggur nú með söknuði frá sér hirðisstafinn eftir 45 ára þjón- ustu. Prestum þessum votta ég alúðarþakkir fyrir góð störf í þágu kirkju og kristni lands vors og bið Guð að blessa árangurinn °g þá sjálfa og ástvini þeirra. Vottum þeim virðingu og þökk uieð því að rísa úr sætum. I prestastétt hafa bæzt nýir menn, sem hér segir: Séra Stefán Lárusson, er var vígður 26. séptember sem settur Prestur að Stað í Grunnavík. Hann er fæddur að Miklabæ í Skagafirði 18. nóvember 1928. Foreldrar: Séra Lárus Arnórs- son prestur í Miklabæ og Guðrún Björnsdóttir kona hans. Hann iauk stúdentsprófi á Akureyri vorið 1950 og embættisprófi í guðfræði vorið 1954. Séra Guömundur Óli Ólafsson, er vígður var 5. þ. m. til Skálholtsprestakalls í Árnessprófastsdæmi. Hann er fæddur í Reykjavík 5. desember 1927. Foreldrar: Ólafur Guðmundsson trésmiður í Reykjavik og Hallfríður Bjarnadóttir kona hans. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík vorið 1949 og embættis- prófi í guðfræði vorið 1953. Veturinn 1953—54 dvaldist hann við framhaldsnám í Þýzkalandi. Hann er kvæntur Önnu Magnús- dóttur úr Ólafsvík. Séra Ólafur Skúlason, er vígður var 5. þ. m. til starfa fyrir Hið evangelisk-lúterska kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi. Hann er fæddur í Birtingaholti 30. desember 1929. Foreldrar: Skúli Oddleifsson eftirlitsmaður og Sigríður Ágústsdóttir kona hens. Hann lauk stúdentsprófi við Verzlunarskólann í Reykjavík Vorið 1952 og embættisprófi í guðfræði vorið 1955. Hann er kvæntur Ebbu Sigurðardóttur úr Reykjavík. Séra Rögnvaldur Jónsson, er vígður var 5. þ. m. sem settur Pfestur í Ögurþingum í Norður-ísafjarðarprófastsdæmi. Hann er fæddur í Neskaupstað í Norðfirði 7. september 1928. For- eldrar: Jón Sveinsson cand. phil. og Guðrún Karlsdóttir kona hans. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1948. Stundaöi sagnfræði við háskólann í Oslo 1948—49 og síðan nokkra mán-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.