Kirkjuritið - 01.08.1955, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.08.1955, Qupperneq 26
KIRKJURITIÐ 312 Hefir séra Sigurði Norland verið falið að þjóna því. 11. Grímseyjarprestakall í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Því þjón- ar séra Pétur Sigurgeirsson prestur á Akureyri. 12. Sauðanessprestakall í Norður-Þingeyjarprófastsdæmi. Hefir séra Þórði Oddgeirssyni verið falið að þjóna því áfram fyrst um sinn. 13. Vatnsendaprestakall í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi. Því þjóna prófasturinn á Húsavík og sóknarprestarnir að Grenjaðarstað og Skútustöðum. 14. Hofsóssprestakall í Skagafjarðarprófastsdæmi. Því þjónar settur prestur, séra Árni Sigurðsson. í þessum prestaköllum flestum eru prestsseturshús léleg eða engin. Aðeins góð í þremur þeirra. Sennilegt er, að skólahús- bygging hefjist í sumar á Hrafnseyri. Á synodusárinu vígði ég Gilsbakkakirkju í Hvítársíðu 4. júlí, Hofskirkju í Örœfum 11. júlí, kór samkomusálar á Elliheimil- inu Grund 6. febrúar, kapellu í Hnífsdal 8. apríl og Ásólfs- skálakirkju undir Eyjafjöllum 22. maí. Þessar vígslur hafa verið mér mikið gleðiefni sökum þess, hve kirkjur þessar eru prýðileg guðshús og hlutaðeigendur allir hafa verið samtaka um að vanda sem bezt til þeirra. Vil ég flytja söfnuðunum þakkir fyrir áhuga þeirra og mikil framlög og frábærar við- tökur, sem ég hefi átt að fagna. Fátt er gleðilegra í kirkju- lífi voru en ást safnaðanna á kirkjum þeirra og hve mikið margir leggja fram til þess að prýða þær. Gæti ég nefnt mörg dæmi þess, þótt ég láti þau að sinni hvíla í þagnargildi yfir- leitt. Þannig hefir yfirsmiður við kirkjubyggingu meðal annars gefið hálf vinnulaun sín og söfnuður 128 gjaldskyldra manna gefið 7000 vinnustundir. Smíði ýmissa kirkna er nú langt kom- in, svo sem Selfosskirkju, Staðarhraunskirkju og Svalbarðs- kirkju, og smíði margra fleiri miðar vel áfram eins og Nes- kirkju, Hallgrímskirkju í Saurbæ, Borgarnesskirkju, Prests- bakkakirkju í Hrútafirði og kapellu að Ytri-Sólheimum. Víða annars staðar er kirkjubygging hafin við stórhug og myndar- brag. Hinn almenni kirkjusjóður hefir á árinu 1954 veitt lán til bygginga og viðhalds kirkna miklu meiri en nokkru sinni fyrr, eða alls 603 þúsund kr. Gjafir og áheit á Strandarkirkju valda mestu um það, að þetta hefir verið unnt, en þau nema

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.