Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 29

Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 29
PRESTASTEFNAN 1955 315 hann og sambandið vinna fyrir kristni og kirkju landsins, er hið ágætasta, og má enn mikils af vænta á komandi tímum. Er markmiðið það, að kirkjusöngur á íslandi verði sem al- mennastur og beztur og til blessunar fyrir allt guðsþjónustu- lífið. Eins og frá hefir verið skýrt í Kirkjuritinu, var kirkjulegur sumarskóli haldinn að Löngumýri í Skagafirði og stóð hann í tvo mánuði. Skólastjórn hafði með höndum Ingibjörg Jó- hannsdóttir, forstöðukona húsmæðraskólans. En aðalkennari var Ólafur Skúlason, sem þá var guðfræðinemi. Hann kenndi kristinfræði og annaðist morgunbænir kvölds og morgna. Skól- ann sóttu 32 stúlkur. Skólalíf var heilbrigt og gott og með mikl- um gleðiblæ. Skólinn á að halda áfram í sumar, og hefir Ásgeir Ingibergsson, guðfræðinemi, verið ráðinn kennari í kristnum fræðum. Hinn almenni bænadagur var haldinn sem fyrr 5. sunnudag eftir páska. Virðist þjóðinni þykja mjög vænt um þennan dag, og mun þá kirkjusókn víða vera góð. Þó er eins og sum- um sé enn óljóst, að vér höldum helgan þennan bænadag, því að ég hefi fengið bréf, þar sem skorað er á mig að taka upp hér á landi sérstakan bænadag. Markið á að vera það, að bænagjörð fari fram þennan dag í hverri kirkju og á hverju heimili. Ég vísiteraði Norður-ísaf jarðar og Vestur-ísafjarðarprófasts- dæmi dagana 24. júlí til 10. ágúst, og vísa í því sambandi til skýrslu minnar í jólahefti Kirkjuritsins. Ætla ég ekki að endurtaka hér neitt, sem þar stendur. Aðeins vil ég þakka af alhug frábærar viðtökur og gestrisni bæði presta og safn- aða. Seinna hefi ég svo vísiterað að auk nokkrar kirkjur í Kjalar- nessprófastsdæmi, en fyrirrennari minn hafði ekki lokið við að vísitera þar. Landakirkju í Vestmannaeyjum vísiteraði ég laugardag og sunnudag 12. og 13. febrúar. Kom ég þar einnig í sjúkrahús, elliheimili og skóla og ávarpaði nemendur. Ferðin stóð lengi yfir sökum óhagstæðra flugsamgangna, alls í 6 daga. Bessastaðakirkju vísiteraði ég sunnudaginn 27. febrúar, Lága-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.