Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 45

Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 45
AÐALFUNDUR PRESTAFÉLAGS ÍSLANDS 331 Arnórsson, séra Jónas Gíslason, séra Pétur Oddsson, séra Magnús Guðmundsson, séra Þórir Stephensen, séra Björn Jóns- son, séra Helgi Sveinsson, séra Kristján Róbertsson, séra Er- lendur Sigmundsson, en frummælandi svaraði ýmsu. Ályktanir, sem gerðar voru, má lesa hér á eftir. Formaður las bréf frá Áfengisvarnarnefnd ríkisins um stofn- un landssambands bindindismanna. Urðu um það nokkrar um- ræður. En á fundi síðar um kvöldið var samþykkt, að Presta- félagið gerðist aðili að slíkum samtökum og voru kosnir tveir fulltrúar, þeir séra Magnús Guðmundsson og séra Björn Jóns- son, en til vara próf. Björn Magnússon og séra Jón Þorvarðs- son. Úr stjórn Prestafélagsins áttu að ganga þeir séra Sveinbjörn Högnason og séra Sigurjón Þ. Árnason. Kosnir voru: Séra Sveinbjörn Högnason og séra Jón Þorvarðsson, en varamenn séra Sigurjón Þ. Árnason og Þórir Kr. Þórðarson dósent. Þá voru kosnir fulltrúar á þing B.S.R.B. þeir séra Jakob Jónsson, séra Gunnar Árnason, séra Kristján Bjarnason og séra Jónas Gíslason, en varamenn séra Bjarni Sigurðsson, séra Helgi Sveinsson, séra Garðar Þorsteinsson og séra Óskar J. Þorláksson. Um „Nefndarálit laganefndar“ urðu allmiklar umræður, og voru samþykktar ýmsar breytingar á lögum Prestafélagsins. Þar sem gagnslítið er að heyra þær án þess að hafa lögin í höndum og lögin svo breytt verða vafalaust send félagsmönn- um, verða breytingarnar ekki birtar hér. En þær voru einkum í þessu fólgnar: 1. Félagsdeildirnar fá nokkra íhlutun um ákvarðanir félags- stjórnar. 2. Fulltrúaráði er komið á fót, þar sem formenn félags- deildanna eiga sæti ásamt stjórn félagsins. 3. Lög félagsdeilda eiga að vera samræmd lögum félagsins, og skal bera mikilsvarðandi ákvarðanir félagsdeilda undir stjórn félagsins. 4. Félagsmenn eru skyldir að taka kosningu í stjórn og einu sinni endurkjöri. 5. Árstillag er ákveðið kr. 125 og 25. Að fundarlokum ávarpaði formaður félagsmenn. Fundi var slitið á miðnætti, eftir að dr. Bjarni Jónsson hafði flutt bæn í kapellunni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.