Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 12

Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 12
KIRK JURITIÐ Stígum sporið til þeirra trúarr og hvikum eigi frá henni hvorki í lífi né dauða. Þeirrar trúar hefir aldrei verið meiri þörf en nú. Hún ein veitir aflið til sigurs. Þess vegna verður nú að stíga upp frá brjóstum allra kristinna manna um víða veröld nýársbænin til Guðs: Komi ríki þitt. Og í krafti hennar eigum vér að sameinast um sókn fyrir friði á jörðu. Vér verðum að hætta að spyrja um kirkjudeildirnar, kaþólskra, grískkaþólskra, mótmælenda eða annarra, heldur breyta eftir orðum Krists: Allir eiga þeir að vera eitt. Hvar sem kristnir menn eru, þá verða þeir að vinna að einu marki, allir saman. Og í því lífi og starfi má eigi víkja, hversu mikið ofurefli sem virð- ist við að stríða. Vér vitum um samtök kirknanna, sem þegar eru hafin í heim- inum: Lúterska heimssambandið og Alkirkjuráðið, sem kirkja lands vors tekur einnig þátt í. Á sumri komanda á að heyja eitt hinna miklu heimsþinga, og þá mun gengið undir strangt próf. Nú nægir ekki það eitt, að kirkjur þjóðanna standi saman, held- ur verða þær að vaxa saman í eina heild, svo að ekki greini sund- ur landamæri, tunga né þjóðerni. Þær verða að segja einum rómi við þá valdhafa, er leiða ofbeldi, kúgun og grimmdarverk yfir heiminn: Snúið við. Krjúpið að fótum friðarboðans. Ella skal yður verða sagt upp hlýðni og hollustu, því að framar ber að hlýða Guði en mönnum. Vér munum þá berjast við yður með þeim vopnum, sem vér eigum yfir að ráða og máttugust eru allra, vopnum kærleikans, sjálfsfórnarinnar. Þannig bauð Krist- ur lærisveinum sínum að leggja líf sitt við: Sá, sem týnir lífi sínu, mun finna það. í öndverðu var kirkjan píslarvættiskirkja í heiminum. Hún á að verða það aftur. Einstakir leiðtogar hennar hafa þegar orðið píslarvottar á þessum tímum, þolað fjötur, fangelsi, pyndingar, tjón á heilsu og lífi. En allir hinir eiga og að veita þeim fylgd. Meiður frelsis og friðar mun vaxa, vökvaður blóði. Sá einn, er leggur höndina á plóginn og lítur ekki aftur, þótt það kosti liann lífið, megnar að greiða Guðs ríkinu veg.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.